Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 2
150 Ljós og Sannleikur „jarðneskail“ og „forgengilegan“. (Sjá Hebr. 7, 8; 1. Kor. 15, 45—48; Hóm. 1, 28. íhugum vér frásögnina um sköpun Adams, dylst oss eigi, að um meðfæddan ódauðleika lijá manninum er alls ekki að ræða. Uppruni mannsins. — „Þá myndaði Drottinn Guð mann- inn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir lnms, og þannig varð maðurinn lifandi sál“. 1. Mós. 2, 7. Maðurinn er þannig myndaður af leiri jarðar og hefur fengið líf með „lífsand- anum“. Strax og Guð hafði blásið lífsanda í nasir Adams, varð liann „lifandi sál“. Tökum eftir, að hér stendur ekki að bann bafi fengið sál, og ekki heldur að bann hafi feng- ið úclanðlega sál, né að hann liafi orðið ódauðleg sál, heldur varð allur maðurinn, Adam, að lifandi sál. Og und- ireins að sköpuninni lokinni var sagt við hann: „Jafnskjótt og þú etur af því (skilnings-trénu), skalt þú vissulega deyja“. (1. Mós. 2, 17). Þetta sýnir oss, að Adam var ekki þannig skapaður, að hann gæti ekki dáið; og eftir syndafallið var Adam rekinn út úr aldingarðinum Kden, svo að hann skyldi ekki „taka einnig af lífsins tré og eta, og lifa eilíflega". 1. Mós. 3, 22. Lífsandinn. — Hvað er „lifsandinn“, sem blásið var i nasir Adams? Sem svar við þessu skal vísað til eftirfarandi ritningarstaða, sem lesarinn er beðin að fletta upp á i Biblíunni: 1. Mós. 7, 15—22; Job 27, 3; Sálm. 104, 29. 30; 140, 4; Préd. 3, 18—20; Jes, 2, 22; Post. 17, 25—28; Esek. 37, 1—13. Þessir ritningarstaðir sýna oss, að „lífsandinn er það lögmál í hinu lífgandi lofti, sem veitir öllum skepnum líf“. Það er andblástur Guðs, sem alstaðar veitir líf, þar sem hann er sendur út, og sé hann tekinn aftur, hefur það dauð- ann í för með sér. Það er sami andinn sem öll dýrin hafa

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.