Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 4
152 Ljós og Sannleikur sýna, að maðurinn er dauðleg, forgengileg vera, sem hefur ekkert ]jað í sjálfum sér, er lifi eilíflega. Orðið „súl“. — Hvað á ])á Biblían við með orðinu sál o. s. frv.? í Gamla-Testamentinu er þetta orð aðallega þýtt úr orðinu Nefesch, sem kemur þa'r fyrir 753 sinnum og ýmist er lagt út sál, lif, persóna, lík, vilji, hugur, hjarta, fólk, fíkn o. s. frv. í Nýja-Testamentinu er það einkum þýtt úr orðinu Psyke, sém einnig á mörgum stöðum er lagt út iíf, manneskja o. s. frv. Orðið „sál“ táknar þannig stundum manninn allan (sjá 1. Mós. 46, 27. 26; 5. Mós. 10, 22; Post. 2, 41; Orðskv. 28, 17), stunduin blóðið (3. Mós. 17, 11—14), stundum lífið í mann- inum, hugsanir hans, lijarta og hæfileika sálarinnar. Þótt orðið komi fyrir mörg hundruð sinnum i Biblíunni, er það ])ó ekki í eitt einasta skipti i sambandi við lýsingarorðið „ódauðlegur“. í 1. Þess. 5, 23 segir Páll: „En sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega, og gervallur andi yðar, sál og líkami varð- veitisl ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists". Hér er talað um þrjár liliðar mannsins. Andinn er liið æðra líf mannsins, þar með taldir hinir andlegu hæfileikar, and- legir kraftar, talentur og leikni. Sálin er skynsemin, viljinn og hið lægra tilfinningalíf. Líkaminn er hið áþreifanlega hold, kroppurinn. Þessir þrír hlutar mannsins heyra hver öðrum til, og hvorki audi eða sál er neitt, er sé sjálfstætt og óháð likamanum. Þetta getur einungis starfað á meðan lífs- andinn frá Guði er í manninum, þegar hann tekur anda sinn burt, þá kemst allt það, sem í manninum er, í það á- stand, sem Ritningin kallar dauða, mun þetta verða nánar skýrt í næsta nr. af „Ljósi og sannleika".

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.