Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1936, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleikur 153 Hver er sá eini, sem hefur ódauðleika? Mjög kröftug sönnim þess, að maðurinn sé eltki ódauðlegúr að eðlinu til, er þetta, að Ritningin segir afdráttarlaust, að það sé aðeins einn, sem hafi ódauðleika, sem sé Guð. Les. 1. Tím. (!, (i—14; 1, 17. Konungur konunganna er sá eini, sem er ódauðlegur, og þetta litla orð „einn“ útilokar algerlega þá hugsun, að einnig maðurinn sé ódáuðlegur. Ef maðurinn hefði ódauð- lega sál, lilyti hann í raun og veru að vera ódauðlegur, eilífur, og Ritningin hlyti að fara með ósannindi, þegar hún eignar Drottni einum þennan eiginleika. Getur maðurinn þá ckki öðlast ódauffleika? Jú, þökk sé (iuði! Vér getum með sérstökum skilyrðum öðlast óforgengi- leika og ódauðleika; en vér getum ekki skapað hann sjálfir, og vér höfum hann ekki í sjólfum oss. Les. Róm. 2, ö. 7; 2. Tím. ö, 12; Róm. ö, 23; Jóh. 3, lö. Samkvæmt þessum versum er ódauðleikinn eitt af því, sem vér eigum að leita að, eitt af þvi, sem vér eigum að berj- ast fyrir, grípa og tileinka oss; eitt af því, sem er leitt í ljós með fagnaðarerindinu, gjöf, sem vér fáum af náð, ó- verðskuldað, ef vér fullnægjum hinum settu skilyrðum. Skilyrffin eru trú á Jesúm Krist, Guðs son, sem kom í þennan heim, leið og dó vor vegna, svo að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Post. lö, 30. 31; Jóli. 3, lö. 35; 5, 39. 40; 10, 10. 27; 20, 31; 1. Jóh. 5, 11. 12; Jóh. 4, 10. 14. Hvenær öfflast maffuriiui þá ódauffleika? — Á liinum efsta degi! „Hver sem sér soninn og trúir á hann, liefur eilíft líf: og eg mun uppvekja hann á efsta degi“. Jóh. (i, 39. 40. 44. Og Páll kennir það sama: „Þegar Kristur, vort lif,

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.