Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 159 Frelsarinn fór til hinina, en þangað gátu lærisveinar hans ekki farið með honum og komast þangað að sjálfsögðu ekki fyrr en hann kemur aftur í dýrð sinni og hefur búið þeim stað. Davið, maður eftir Guðs hjarta, „sté ekki til himna“. Hinir gömlu ættfeður öðluðust ekki fyrirlieitin, heldur sáu þau álengdar. .4 efsta degi fá mennirnir fyrst laun sín. Frá þessari reglu eru fáeinar undartekningar: Um Enok lesum vér, að hann var „burt numinn, að eigi skyldi hann dauðann lita, og ekki var hann framar að finna af þvi að Guð hafði numið hann burt“. (Hebr. 11, 5). Það sama skeði með Elía, sem var einnig tekinn lil himna án þess að deyja. 2. Kon. 2, 11. Þriðji maðurinn, sem vér vitum að er á himnum, er Móse. Hann dó að sönnu og var grafinn, en hanii var reistur upp frá dauðuin af yfirenglinum, Kristi sjálfum, eins og sjá má af Júd. 9. Auk Móse eru nokkrir fleiri, sem hafa verið vaktir upp af gröfunum og teknir heim til hinna dýrðlegu bústaða, sem sé hinir „heilögu“, er risu upp, þegar Jesús dó á krossinum. Það eru senni- lcga þeir, sem Pátl talar um, er hann segir, að þegar Jesús fór til himna hafi hann „liertekið fanga“. (Sjá Matt. 27, 52. 53; Ef. 4, 8. Hinir framliönu eru ekki i hegningarstaðnum. Sjá 2. Pét. 2, 9; Matt. 25, 31. 44; Op. 11, 17. 18; Job 21, 33. Hegning hinna ranglátu bíður þangað til á degi dómsins, fyrr fá þeir ekki hegningu sina. Fyrst er dómurinn, þar á eftir hegn- ingin; og dagur dómsins er ekki kominn enn. „Moldar- hnausar dalsins liggja mjúklega ofan á“ þcim vondu þang- að til hinn mikli dagur kemur, engu síður en hinum góðu. Hinir framliðnu eru þannig ekki heldur i hreinsunar- eldinum, eða á nokkrum öðrum stað, þar s'em þeír fái

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.