Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleikur 161 búslaður þeirra þangað lil í upprisunni. Hvernig svo sem gröfinni kann að vera háttað, ])að kemur í sama stað niður. Áslandið í dánarheimum. Meðal þeirra mörgu ritningar- greina, sem sýna þetta, skal nefna eftirfarandi: .lob 14, 10— 12; 3, 11—19; Jóh. 11, 11—14; Post; 13, 36; 7,60; Préd. 9, 5. 6. 10; Sálni. 6, 6; 88, 11—13; Job 10, 21. 22; Sálrn. 115, 17; Jes. 38, 1. 5. 11. 17. 18. í ofan tilfserðum ritningarstöðum og öðrum svipuðum, er ]>að þetta, sem víðast kemur fram, að dauðinn er svefn. Það er heldur ekki hægt að fá betri likingu af dauðanum, lield- ur en svefninn — fastan og rólegan svefn, þegar vér höfum enga meðvitund um neitt, sem gerist í kring um oss. Jesús talar um dauða Lazarusar sem svefn, og Páll segir um Davið, að hann hafi sofnað, eftir að liafa þjónað Guðs ráði í sinni eigin kynslóð, og safnast til feðra sinna og kennt rotnunar”. Að maðurinn er algerlega meðvitundar- laus eftir andlátið, það er bersýnilegt af orðuni spekings- ins í Préd. 9, 5. 6. 10: „Hinir dauðu vita ekki neitt ... Ræði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, þeir ciga aldrei framar hlutdeild i neinu því, sem við ber undir sólunni", og „í dánarheimum þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi, né hyggindi, né þekking, né vizka“. „Ekki lofa andaðir menn Drottin“, þeir sjá ekkert, heyra ekkert, allt lif er þrotið, sálin er á „valdi Heljar“. Hós. 13, 14. Hinni spiritisku skoðun, að hægt sé að komast í sam- band við anda hinna framliðnu, er þar með algerlega koll- varpað. „Andar“ þeir, sem spiritistar komast í samband við, eru samkvæmt Ritningunni „djöfla-andar“ — fallnir englar, sem þykjast vera andar framliðinna til þess að geta afvega-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.