Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 7

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 7
Ljós og Sannleikur 163 Vér förum og komum fram aftur á efsta degi, fyrr en oss varir; vér vitum heldur ekki, hve lengi vér höfum verið burlu". í „Luthers Bordtaler“ lesum vér ennfremur á bls. 97: „Svo er þá svefninn ekki annað en dauði, og dauðinn er svefn. Hvað er claiiðiiui annað en nætnrsvefn? —• Og á sama hátt og öll þreyla hverfur við svefninn, og andlegir krafl- ar endurnýjast, svo að maður getur að morgni farið á fæt- ur heill og liraustur í góðu skapi, svo munum vér risa upp al'tur á hinum efsta degi, eins og vér hefðum aðeins sofið eina nótt“. Hinn kunni danski prestur, Vilhelm Beck, sagði i fyrir- lestri, er liann hélt í Randers í júli 188(5, það sem hér fer á eftir: „Ástandið milli dauðans og upprisunnar er, eftir því sem ég get slcilið lieilaga Ritningu, kyrlát nótt, þar sem hinn trúaði er eins og sofandi maður þangað til í upprisunni .... Biblian þekkir ekkert til meðvitundarlífs milli dauðans og upprisunnar, vaxtar, þróunar, afturhvarfs né fráfalls, slíks er hvergi getið í Ileilagri Ritningu". í „Den indre Missions Tidende“ 3. okt. 1886, skrifar sami prestur um kenninguna um meðvitund eftir dauðann: „Það er skynsemistrúin í sinum margvíslegu myndum, sem hefur komið þessari kenningu inn í kirkjuna, og sem ávallt hefur verið fylgifiskur eigingirninnar". Kenningin um að sálin lifi slrax eftir dauðann, liefur orð- ið tilefni til þess, að fleiri heiðnar hugmyndir, siðir og venj- ur hafa smeygt sér sumstaðar inn í kristnina. Þannig sýnir Heggtveit fram á það í kirkjusögu sinni (bls. 291), livernig „hin heiðna trú á hetjur og hálfguði lifnaði við aftur i dýrlingadýrkuninni; það var í rauninni heiðindómur í nýrri

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.