Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 8

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1936, Blaðsíða 8
164 Ljós og Sannleikur mynd“. Þó versnaði, er Maríudýi'kunin kom upp nokkru seinna. Nestorius barðist gegn henni, en er hann beið ósig- ur, segir Heggtveit, „ruddi sú skoðun sér til rúms, að María væri „giiðsmóðir“. Hún varð síðan drottning allra dýrlinga. Veizlur voru haldnar henni til heiðurs, hún var ákölluð og beðið um fyrirbænir hennar og því var trúað, að hún gæti veitt þeim hænheyrslu, sem alvarlega sneru sér lil henn- ar“. (Bls. 291). Hefðu menn trúað kenningu Guðs oi'ðs um að hinir dánu sofa í gröfum sínum, hversu mikið heiðing- legt hneyksli hefði kirkjan þá sloppið við! UPPRISAN. Jesús kallar sjálfan sig „upprisuna og Jífið“, með því að það er hans raust, sem á hinum mikla degi kallar þá fram úr gröfúnum. Hann var ósammála Saddúkeunum um upp- risuna, og er þeir reyndu að lialda fram lireinni fjarstæðu viðvíkjandi upprisu likamans, svaraði hann: „Þér villist, þar eð þér livorki þekkið Ritningarnar né mátt Guðs“. Matt. 22, 29. — Væri ekki upprisa, þá væri trú vor ónýt, já, þá væru einnig „þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist“. Sjá 1. Kor. 15, 13—18. Tvær upprisur. Biblían kennir, að upprisan fari fram í tvennu iagi. Fyrst er upprisa hinna réttlátu til Iífsins við endurkomu Krists, og síðan — þúsund árum seinna — upp- risa óguðlegra eða „upprisa dómsins". Les. Post. 24, 15; Jóh. 5, 28. 29; 1 Þess. 4, 13—18; 1. Kor. 15, 51—55; Op. 20, 4—8. An trúar á upprisuna væri lífið elcki mikils virði. 1. Kor. 15, 32. Trúin á upprisuna nemur burt brodd dauðans og veitir hinuin sannkristnu hugrekki til að lifa og deyja i Drottins nafni. Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.