Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1936, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1936, Blaðsíða 4
168 Ljós og Sannleikur æltu stöðugt að geta séð og heyrt þjáningar hinna óguð- legu. Hvaða hamingju mundi það geta veitt'? í „udfþrlig Udlæggelse af Fþrste Mosebog", 1. bindi bls. 998, talar Lúther um Abraham og segir meðal annars: „Þess vegna skalt þú hugsa sem svo: Látum hann livila í friði, því að ég veit að nú líður honum vel; hann er ekki þar sem sorg og óhamingja er, heldur hvílist hann; hann sefur og bíður betra lífs. Þess vegna er það huggun vor, að konur vorar, börn, foreldrar sofa og eru ekki á neinum þeim stað, þar sem þau líði kvalir, hehlur liggja þau og livíla í ró og friði“. Nei, Jesús lætur í dæmisögunni hina dánu tala saman, lil l>ess með Ijví að bregða birtu yfir ýms sannindi, án þess þó að ætla að kenna fólkinu að hinir framliðnu geti talað o. s. frv. Það eru mörg svipuð tilfelli í Bibliunni, þar sem líf- lausir hlutir eru látnir koma fram sem talandi. Les. 1. Mós. 4, 10; Dóm. !), 8—15; 2. Kon. 14, !); 2. Kron. 25, 18; 1. Kron. 1(5, 33; Hab. 2, 11; He.br. 11, 4; Jak. 5, 4; Jer. 31, 15—17. Með dæmisögunni kennir Jesús oss, að mennirnir ákveða örlög sín hér í lífinu; að ekki er afturhvarf eftir dauðann, að þeirra eigið val staðfestir djúp milli þeirra og Guðs; hún sýnir hvernig himininn lítur á hina tvo flokka manna; að það er skakkt að halda (eins og Gyðingarnir á þeim tíma), að hinum riku sé vís sæla, en þar á móti glatisl hinir fá- tæku; hún varar oss við ágirnd og kennir oss, að vér eigum að Irúa „Móse og spámönnunum“; loks getur hún einnig sýnt örlög Gyðingaþjóðarinnar. Leitum vér upplýsinga í bókum „Móse og spámannanna“, þá konnunst vér að þeirri niðurstöðu, að hinir dauðu sofi og vili ekki neitt, og liin mörgu og skýru uinmæli þeirra bregða birlu yfir frásögn Jcsú og sýna greinilega, að frá-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.