Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1936, Blaðsíða 2
174 Ljós og Sannleikur veraldar, þá er það þar með áreiðanlegt, að nú er ekki iil neinn slíkur hegningar né kvalastaður. Þeir óguðlegu munu taka út hegningu sína hér á jörðunni. Orðskv. 11, 31. í hverju er hegningin fólgin? Þessari spurníngu má svara nieð einu orði: dauða — hinum öðrum dauða. Hér skal vísað til margra ritningarstaða, svo að allur efi hljóti að hverfa hjá þeim, sem heldur vilja trúa Bibliunni, en þvi, sem menn segja. Þessir ritningarstaðir sýna allir, að syndarar, sem ekki hafa meðtekið frelsið í Jesú Kristi, munu Missa lífið: Jóh. 3, 36; 1. Jóh. 5, 11. 12; Matt. 10, 39. Deyjct: Esek. 18, 4. 13. 20; 3, 17—19; Róm. 6, 10. 21. 23; Jak. 1, 15; 5, 20; Op. 2, 11; 20, 6. 14; 21, 7. 8. Verða upprættir: Sálm. 37, 9. 22. 34; Orðskv. 2, 21. 22; Jes. 29, 18—20; Post. 3, 23; Sálm. 94, 3. 23. Farast: Sálm. 37, 20; 73, 20. 27; 92, 10; Job 20, 4—9; Jes. 1, 28. Verða upp brenndir: Sálm. 112, 10; Jes. 1, 31; Nah. 1, 10; Matt. 3, 12; Mal. 4, 1—3; Matt. 13, 30. 40—42; Hebr. 6, 8; 2. Pét. 3, 10; Jes. 26, 11; Hebr. 10, 26. 27; Sálm. 21, 9. 10; Op. 20, 9. Þessir ritningarstaðir, sem lesarinn þarf að fletta upp og lesa með athygli, þurfa ekki skýringar við. Þar sem Jesús og postular hans hvað eftir annað segja, að það séu einungis þeir, sem trúa, er geti öðlast lifið, og að þeir, sem „ekki hafa Guðs son, hafi ekki lífið", hvernig vog- ar þá nokkur maður sér að fullyrða, að hinir óguðlegu hafi einnig „lifið", eigi að halda áfram að vera til? Hversu skýrir eru þeir mörgu ritningarstaðir, sem segja, að hinir óguðlegu muni „deyja"! „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja". Og þetta að deyja þýðir það, að hætta að

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.