Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 4
184 Ljós og Sannleikur Op. 14, 9—11. Hér er talað um þá menn, sem hafna hin- um siðasta náðarboðskap til íbúa jarðarinnar. „Þeir skuhi drekka af reiði-víni Guðs óblönduðu", það er að skilja, án náðar. Þeir munu kvaldir verða í eldi, og reykurinn af þess- um eldi mun stíga upp „eilíflega", (Oxf. þýð.) stendur þar. Hér eru þær óttalegustu hótanir, sem finnasl i Biblíunni; en það liggur í hlutarins eðli, að orðið Aion — eitífð — þýð- ir þarna takmarkaðan tíma; því að á öðrum stöðum i Opin- berunarbókinni er einnig talað um, þegar þessari „reiði Guðs“ verði úthellt, og þeir staðir sýna greinilega, að þetla mun taka enda. Þannig stendur l. d. í kap. 15, 1, að með hin- um sjö síðustu plágum eigi Guðs reiði að „enda“ (Oxf. þýð), og i 15, 8 stendur, að „enginn mátti inn ganga í musterið, þar til afliðnar voru þær sjö plágur. Þannig munu plágurnar — reiði Guðs, hinn mikli refsidómur — taka enda. Annars er orðatiltækið „og kvala-reykur þeirra mun upp stíga eilif- lega“, tekið úr spádómsbók .lesaja (34, 5—10), þar sem hann lalar um raunir Edóms, og segir, að „lækir Borsaborg- ar skuli verða að l)iki og jarðvegur hennar að brennisteini, og reykurinn þar af skuti upp stiga til eilífðar“. Það liggur í augum uppi, að hér er átt við takmarkaðan tíma, þvi að ekki er Edóm nú rjúkandi rústir; og skyldi einhver vilja halda því fram, að hér sé ekki átt við sjálfa Edóm, heldur jörðina i heild sinni, er einhvern tíma muni verða í slíku ástandi, er því til að svara, að jörðin mun lieldur ekki verða auð og rjúkandi um alta ókomna eilífð, en mun þar á móti verða fagur aldingarður, yndislegur samastaður hinna hamingjusömu, sáluhólpnu mamia. Jes. 65, 17, 18. Orðatil- tækið „um eilífð", hlýtur því hér að eiga við takmarkaðan tíma.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.