Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1936, Blaðsíða 6
186 Ljós og Sannleikur getur. En afleiðingar hans eru eilífar — hinir óguðlegu rísa aldrei upp úr öskunni, þeir eru a<5 eilifu horfnir. Óslökkvcmcli eldnr. Jesús sagði eitt sinn, að manninuni væri hetra að ganga handarvana eða höltum inn lil lífsins, en að hafa báðar hendur og fætur og „verSa kastað í helvíti, í hinn óslökkvandi eld. Þar sem ormur þeirra deyr ekki og eldurinn slokknar ckki“. Mark. 9, 43. 44. OrSið „helvíti“ er hér þýtt úr orðinu „Gehenna", sem talað er um i „Ljós og sannleikur“ nr. 21. Gehenna var dalur fyrir utan Jerúsalein. Var eldi haldið þar sílifandi lil þess að brenna sorpið frá borginni, kroppa fórnardýra o. s. frv. Þessi eldur er tákn- mynd eldsdíkisins, sem óguðlegir deyja „hinum öðrum dauða í“. Op. 21, 8. Eldsdíkið er sami eldurinn, sem Pétur talar um að eigi að eyða jörðina og hinum óguðlegu íbúum hennar: „Og jörðin og þau verk, sem á henni eru, munu upp brenna". 2. Pét. 3, 7. 10. Þetta er þannig raunverulegur eldur — cn ekki vond samvizka eða þvi likt — það er eldur, sem grípur svo um sig, að hann verður ekki slökktur, heldur hlýtur að loga eins lengi og eitthvað er til, sem getur brunnið. En þegar ekki er neitt meira að brenna, slokknar hann, dcyr út af sjálfu sér. Les Jer. 17, 27; Esek. 20, 47. 48; Jes. 1, 31 sem dæmi slíks. Múrar Jerúsalem voru brenndir og sörnu- leiðis byggingar hennar, þegar borgin var unnin, en sá eld- ur logar þó ekki enn, þótt sagt sé, að hann skyldi „eigi slökktur verða“. Þegar Jesús er að likja saman hinni væntanlegu eyði- leggingu og eyðileggingunni í Gehenna-dalnum, leggur hann áherzlu á það, nð hún verði sams konar, að eyðingin verði gereyðing. Eldurinn muni ekki — cins og stundum kom þó fyrir í Gehenna — slokkna fyrr en allt er upp brunnið.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.