Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 191 mun verða tortímt fyrir anda munns hans. Les. Op. 14, 17— 20; 19, 11—19; 2. Þess. 1, 8; Jer. 25, 32. 33. Sjálf jörðin mun á þeim degi ,;lirærast úr stöðvum sin- um“, „jörðin rofnar og klofnar, jörðin iðar og riðar“. Hún mun verða hjúpuð myrkri, „því að stjörnur himinsins og stjörnUmerkin láta eigi ljós silt skina; sólin er myrk í upp- göngu sinni og tunglið ber eigi birtu sína“. Á „reiðidegi Drottins", sem stendur yfir um Inisund árin, er enginn möguleiki til þess að menn geti lifað hér á jörðunni. Þvi segir og spámaðurinn Jeremía: „Eg leit á jörðina, og sjá: hún var, auð og tóm, og upp til himins, og ijós hans var slokknað. Eg leit á fjöllin, og sjá: þau nötruðu, og allar hæðirnar, þær bifuðust. Eg litaðist um, og sjá, þar var eng- inn maður, og allir fuglar himinsins voru flúnir. Eg litaðist um, og sjá: aldingarðurinn var orðinn að eyðimörk og all- allar borgir hans gereyddar, af völdum Drottins, af völd- um lians brennandi reiði“. Jer. 4, 23—28; Jes. 13, 9—13; 24, 1—0. 19—22; Zef. 1, 2. 3. 14. ]>að litur þannig út fyrir, að jörðin komist aftur í hið óskipulega ástand, sem liún var í í upphafi, þegar lnin var nefnd „djúpið“. Þúsund árin munu þannig ekki verða glæsilegur tími fyrir jörðina né íbúa hennar, jörðin mun á því tímabili vera auð, tóm og myrk — eins og undirdjúp. Satan bundinn. Jóhannes sá, að djöfullinn var bundinn um þúsund ár og honum kastað í undirdjúpin. Op. 20, 1—3. Fjötrarnir, scm sagt er að Satan verði bundinn með, eru ekki venjulegir járnhlekkir, heldur sú viðburðakeðja, ef svo mætti að orði komast, sem vcr höfum nýlega lesið um, og sem í öllum atriðum stuðlar að þvi, að liinn mikli höfuð- óvinur verður bundinn í iðjuleysi og eymd. Hinir réttlátu

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.