Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 4
192 Ljós og Sannleikur fara, eins og áður er minnst á, til himna, og hann nær því ekki framar til þeirra; hinir óguðlegu deyja þegar Kristur kemur, svo að hann hefur ekki heldur þá til að afvegaleiða. Jörðin verður auð og mannlaus, hún verður þau dimmu und- irdjúp, sem Satan verður kastað i, svo að hann leiði „ekki framar þjóðirnar afvega, allt lil ])ess er fullnasl þúsund árin. Eftir það á hann að verða leystur um stuttan tíma“. Hann hefur engan lil að afvegaleiða. Ilann og englar hans munu þá hafa góðan tíma lil að yfirvega afleiðingarnar af syndinni og uppreisn þeirra gegn Guði. Sjálft þúsuiulárarikiS. Það verður þess vegna ekki á jörð- unni, sem hinir heilögu ríkja með Kristi. Hinn fagri draum- ur um þúsund ára friðarríki, er Kristur drottni sem kon- Lingur, allir syndarar snúi sér og allt verði eins og ])að á að vera, er draumur, sem aldrei rætist. Nei, þetta riki verð- ur á himnum, því að þangað fer Kristur með hersveitir hinna sáluhólpnu, er hann keinur aftur, eins og þegar lief- ur verið sýnt fram á. Sálmaskáldið segir: „Drottinn hefur reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans droltnar yfir alheimi“. Sálm. 103, 19. „Vor Guð er í himninum". Sálm. 115, 3. Og fram fyrir liásæti lians eiga allir liinir frelsuðu að koma. „Sjá, hér er eg og börnin, er Guð gaf mér“, (Hebr. 2, 13.) segir Jesús við Föðurinn. Og Jóhannes vottar: „Og eftir þetta sá eg, og sjá: Mikill rnúgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tung- tnn. Þeir stóðu frannni fyrir Eambinu, skrýddir hvítum skikkjum, og þeir höfðu páhna í liöndum sér. Og þeir hrópa hárri röddu og segja: Hjálpræðið lieyrir lil Guði vorum, sem í hásætinu situr, og Lambinu“. Oj). 7, 9. 10.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.