Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 7

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.11.1936, Blaðsíða 7
Ljós og Sannleikur 195 að blóð hans hreinsaði þá af syndnm þeirra, en fyrir utan eru þeir, sem krossfestu Drottin dýrðarinnar, sem fyrirlitu það frelsi, sem stóð þeim lil hoða fyrir Jesús blóð og höfn- uðu fagnaðarerindinu; nú hafa þeir fengið opin augun fyr- ir því, hvað það eiginlega var, sem þeir vildu ekkert hafa með að gera. Syndir þeira standa þeim nú fyrir hugskotsaugum, þeir sjá ranglæti sitt, og vita, að þeir hafa enga afsökun. Enginn getur talað máli þeirra, þeir hafa sóað æfinni og lifað líf- inu í uppreist gegn Guði, nú er hinn eilifi dauðadómur kveðinn upp yfir þeim. ,,0g eldur féll af hiinni ofan og eyddi þeim“. Op. 20, 9. Þetla er það síðasta af „degi drott- ins“, hinum mikla og ógurlega, og þá uppfyllast síðustu spádómarnir viðvikjandi þessari jörðu. Sýn Daniels, er hann sá steininn, sem mölvaði hið stóra málmlíkneski — hin jarðnesku ríki — og sem sjálfur varð að stóru fjalli, er tók yfir alla jörðina, verður þá að veruleika, með því að „Guð himnanna hefur það ríki, sem aldrei slcal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð i hendur fengið verða“. (Dan. 2, 35. 44). Þá er i sannleika „friður á jörð- unni“, og „ekkert bannfært skal vera þar framar“. Sami eldurinn, sem eyðir hinum óguðlegu, hreinsar jörð- ina, sem leysisl algerlega sundur. „En vér væntum eftir fyrirlieiti hans nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem rétt- læti býr. Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir frammi fyrir lion- um i friði“. 2. Pét. 3, 7. 10—14.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.