Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1936, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 199 og 22. kap.: „Kom hingað, og cg mun sýna þér brúðina, eiginkonu Lambsins", sagði engill við bann og flutti bann i anda upp á mikið og liátt fjall, og sýndi bonum þaðan borgina belgu, Jerúsalem. „Hún hafði dýrð Guðs; ljómi hennar var líkur dýrasta steini“. Les Oþ. 21, 9—22. 5. Þessi borg er nefnd „borgin mikla“, og er það sannnefni, þvi að lnin er i sannleika stór borg, stærri en svo, að menn geti gert sér nokkra réttilega hugmynd um það. Engillinn beldur á gullkvarða til að mæla bana með, og bann segir að stærð hennar sé tólf þúsund skeið. Með þvi nú að eitt skeið er 185 m„ verður borgin, sem liggur i ferliyrning, 2.200.000 m. eða 2220 km. að ummáli — það er að segja 555 km. á hvcrja hlið. Að flatarmáli verður lnin því 308,025 ferkm. Hin hinmeska borg er því átta sinnum stærri en Danmörk, eða eins stór og allur Noregur. Hversu litilfjörlegar verða stórborgir þessa heims í samanburði við þessa borg Guðs! En hún á Iíka að verða samfundarstaður allra hinna frels- uðu hersveita af öllum tímum; hún á að vera bústaður þeirra um þúsund ár, ailan þann tíma, sem þeir eru á binin- um sem dómarar yfir hinum óguðlegu og hinum föllnu engl- um. Þess vegna verður bún að vera svo afar stór og rúmgóð. Allt í kringum hana er múr, 144 álna liár, gerður af hreinum Jaspís, kristalskærum og gagnsæum. Tólf Iilið eru inn í borgina, þrjú á hverri hlið múrsins. Þessi lilið, sem gætt er af englum, eru perlur. „Hvert hliðið fyrir sig er úr einni perlu“, og stræti borgarinnar var skírt gull, sem gagn- sætt gler“. Þetta er borg, sem hefur „grundvöll" — hann er traustur og óhagganlegur; því að hann er tólffaldur, og ekki gerður af graniti, heldur af hinum hörðustu og fegurstu gimstein-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.