Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 22
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Um siglingar í fornöld o. fl. Eftir GRlM ÞORKELSSON stýrimann. Siglingar hafa átt sér stað, löngu áður en sögur hófust, og ef til vill löngu áður en elztu heimildir, sem fundist hafa benda til. Hjá Forn- Egyptum og þjóðum þeim, sem bjuggu fyrir botni Miðjarðarhafsins hafa fundist heimildir, sem af má ráða að siglingar hafa átt sér stað, fyrir 7—8000 árum síðan, eftir varlegri áætlun. En enginn getur sagt með vissu, að þetta hafi verið fyrstu menningarþjóðirnar, sem til hafi verið. Við köllum þessar þjóðir að vísu forn- þjóðir, vegna þess að þetta eru elztu menningar- þjóðirnar, sem við höfum áreiðanlegar sagnir af. En í hlutfalli við aldur mannkynsins á jörðinni, eru nokkur þúsund ár mjög stuttur tími. Það má því gjöra ráð fyrir, að menn hafi verið farnir að geta fleytt sér yfir ár og vötn, einhvers staðar á jörðinni, löngu áður en nokkurn órar fyrir, því jarðskjálftar og aðrar náttúruhamfarir geta vel hafa afmáð gersamlega öll verksummerki. Hver getur líka sagt nema sagan um Atlantis sé sönn. Þar á mikið og voldugt menningarríki að hafa sokkið í djúpið. Ýmislegt þykir benda til þess að þetta geti verið satt, til dæmis eyjarnar í Atlantshafinu, sem vel geta hafa verið fjalla- inu í þágu þjóðarinnar. Fórnir hefir hún mikl- ar fært árlega í baráttunni við Ægi. Og þó hik- ar enginn, þá kallað er út á hafið. Islenzki sjómaðurinn á því skilið viðurkenn- ingu frá þjóð sinni, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Með auknum slysavörnum, styrk- um og góðum skipum, fullkomnu skipaeftir- liti, sem ekki sé sparað fé til. Fullkomnara vita- kerfi. Aukinni sérmenntun, jafnt yfir- sem undirmanna við störfin á sjónum, og fullkom- inn mannafla og annað það, sem nútíma þekking og tækni telur nauðsynlegt til öryggis lífi þeirra er á sjónum vinna. Sjómannastéttin minnir þjóð sína á þessi mál á Sjómannadaginn. Sigurjón Á. Ólafsson. toppar á meginlandinu Atlantis, Baskarnir á Norður-Spáni, sem vafi er á, hvaðan þangað eru komnir og tala tungumál, sem sagt er að líkist í sumu máli INKA-Indíána í Ameríku. Ýmsir dulspekingar halda því fram, að þarna hafi verið blómlegt menningarríki, sem sökk skyndilega í djúpið, endur fyrir löngu. En hvers vegna var þá þetta ríki afmáð af jörðinni? Voru þetta venjulegar náttúruhamfarir ? Eða voru menn- irnir farnir að misnota þekkingu sína til hindr- unar og bölvunar við tilgang tilverunnar? Var þeim þess vegna kippt burtu á einu augnabliki og þeir látnir sofna svefninum langa? Ef svo hefir verið, verður þá mönnum nú leyft að mis- nota þá þekkingu, sem síðan hefir áunnist? Sennilegast er, að komið verði í veg fyrir það, með einhverjum hætti. Lífið er mjög fágætt fyrirbrigði, sem engum vísindamanni hefir tek- ist að útskýra enn sem komið er, en samt er það staðreynd, sem enginn getur móti mælt. Það virðist líka hafa alveg ótakmarkaða mögu- leika í sér fólgna, því mannsandanum eru ekki takmörk sett. Getur nú skeð að þessum kröft- um, sem í mönnunum búa, sé ætlað það hlut- verk að ganga í lið með öflum eyðileggingarinn- ar? Ekki er það trúlegt. En hvað sem um þetta má segja og hvort sem Atlantis hefir verið til eða ekki, þá er það þó víst að í fornöld voru til menningarþjóðir, sem bjuggu svo að segja við hlið frumstæðra þjóða, alveg eins og nú á vor- um dögum. I fornöld voru blökkumennirnir mjög svipaðir því, sem þeir eru enn þann dag í dag og voru oft teknir til fanga af Egyptum og öðrum menningarþjóðum fornaldarinnar. Ennfremur hafa fornleifafundir lcitt í ljós, að fyrir tugum þúsunda ára síðan, voru til menn, sem ekki hafa skilið eftir sig neina sögu, en liöfðu hæfileika til að hugsa á borð við nútíma- menn og að á sama tíma voru einnig uppi menn, sem stcðu á mjög lágu menningarstigi, eða með öðrum orðum líktust töluvert núverandi öpum. Hvernig litu nú skip þessara fornþjóða út? Það vitum við ekki, en þeir hljóta að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.