Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 23
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 verið vel að sér í skipabyggingarlist, ef þeir hafa getað byggt Örkina hans Nóa, sem sam- kvæmt hebreskri sögusögn á að hafa verið fimmtán þúsund rúmlestir að stærð og um fjögur hundruð og fimmtíu feta löng. Hin egypsku skip voru aðallega knúin áfram með árum, en þau höfðu þó einnig stórt ferkantað segl, sem hægt var að nota þegar vindur var hagstæður. Elztu ábyggilegar heimildir, þar sem sigling- um er lýst, eru frá dögum Sankh-Ka-Ra Egypta- landskonungs, sem uppi var fyrir um 5000 ár- um. Þar segir frá sjóferð, sem farin var til landsins Punt, sem ætlað er að muni vera land það sem nú heitir Somaliland. Öllu nákvæmari lýsing á sjóferð, sem farin var til sama lands hefir fundizt frá dögum Hatshepsut Egypta- landsdrottningar, sem uppi var fyrir um 3500 árum síðan. Skip þau sem forn-Egyptar notuðu á ánni Níl hafa ekki verið neinar smá kænur, því á þeim fluttu þeir hinar geysi-stóru og þungu steinsúlur eða Óbeliska. Sumar þessar súlur eða Obeliskar vega samkvæmt útreikningi 3—400 smálestir. Þjóð, sem gat byggt skip, sem hægt var að flytja á þessi furðulegu stein- bákn, hlýtur líka að hafa getað byggt skip, sem hægt var að ferðast á um úthöfin. Aðeins skort- ur á þekkingu á því hvernig hægt var að not'a sér vindinn, þótt hann væri ekki hagstæður, hefir hamlað forn-Egyptum frá lengri sjóferð- um en til eyjarinnar Krít og Sómalilands. I skilríkjum, sem fundist hafa frá dögum Hammurabi Sumeríukonungs, sem uppi var fyr- ir um 4000 árum síðan, er að finna hin elztu siglingalög, sem þekkjast. Þar segir meðal ann- ars: ,,Sá, sem tekið hefir skip á leigu og siglir því í strand eða eyðileggur það með hirðuleysi, skal bæta eiganda skipsins tjónið með öðru skipi jafngóðu. Ef að skip, sem er á siglingu rekst á annað skip, sem liggur fyrir akkerum og sekkur því, þá skal eigandi skipsins, sem sökkt var, gefa skýrslu um tjónið undir eiðs- tilboð og skal þá eigandi skipsins, sem tjóninu olli, bæta honum það að fullu.“ Þarna var þá ríki, fyrir 4000 árum, sem þarfnaðist laga vegna siglinga þegnanna. Af öllum fornþjóðum, hafa Fönikíumenn ver- ið langmestir siglingamenn og hljóta skip þeirra að hafa verið nokkuð stór og vel útbúin, því þeir verzluðu við allar þjóðir, sem þá voru þekktar og stofnsettu margar nýlendur. Þar á meðal hina frægu Kartagóborg. Þeir voru þaul- kunnugir um allt Miðjarðarhafið og sigldu jafn- vel til Bretlandseyja og inn í Eystrasalt. Samkvæmt sögusögn, sem geymst hefir, á Neco Egyptalandskonungur, sem uppi var um 500 fyrir Krist, að hafa sent Fönikíumenn í leiðangur í kringum Afríku. Þeir hófu ferð sína í Rauðahafinu og sigldu suður á bóginn. Þegar þeir urðu matarlausir fóru þeir á land á megin- landi Afríku, sáðu korni og biðu svo eftir upp- skeru. Að því búnu sigldu þeir áfram, og á þriðja ári komu þeir aftur til Egyptalands, um Njörfasund og Miðjarðarhafið. Þeir sögðu að á leið sinni í kringum Libýu (Afríku) hefðu þeir haft sólina á hægri hönd. Eftir þetta kem- ur langt hlé og á næstu 1500 árum, gerðist fátt merkilegt í sögu siglinga og landafunda. Grikkir og Rómverjar áttu vissulega mikið af galeiðum af ýmsum stærðum og voru sumar þeirra mjög stórar, en þeir ferðuðust aðallega á þeim um Miðjarðarhafið og Svartahafið og þá mest í hernaðarerindum. Þeir voru ekki æfin- týra-sólgnir siglingamenn, eins og Fönikíumenn og Kartagoborgarar. Þegar Rómaveldi fór að hnigna, flæddu hin- ar sigursælu hersveitir Araba, innblásnar af ofstækiskenningum Múhameðstrúarinnar, yfir Norður-Afríku og hluta af Evrópu. En þeim svipaði til Grikkja og Rómverja í því, að þeirra veldi byggðist ekki fyrst og fremst á sigling- um. I Austurlöndum hafa skip þeirra þó vafa- laust haft samband við Indland um aldaraðir og ennfremur munu þeir hafa siglt niður með austurströnd Afríku, samanber sögurnar um ferðir Sindbaðs í Þúsund og einni nótt, en her- sveitir þeirra, sem brutust áfram eftir Barbary- ströndinni voguðu sér ekki út á hið óþekkta Atlantshaf, sem þeir hræddust og kölluðu hafið græna og dimma. Jafnvel um 1390 álitu þeir Atlantshafið endalaust. Hvernig stendur á þessu langa tímabili, sem líður án þess að hinar vestrænu þjóðir finni nýjar siglingaleiðir og ný lönd? Kennt hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.