Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 24
8 SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ verið um fáfræði nokkurra landfræðinga, en sérstaklega Ptolemy frá Alexandríu. Hann bjó til kort af heiminum, sem frægt hefir orðið, og festu menn mikinn trúnað á það. En til allrar óhamingju útbjó hann það út í loftið og eftir ágiskun, þar sem sannanir vantaði. Á austurhveli jarðar sýndi hann Kína áfast við Afríku. Indland var útilokað, Ceylon var látin vera helmingi stærri en Litla-Asía og Afríku lýsti hann, sem veglausri eyðimörku, óbyggi- legri með öllu, vegna sólarhita. Áin Níl var látin eiga upptök sín í tunglinu. Allur suður- hluti austurhvels jarðar var sýndur sem land og skýrður Libýa, sem teygði sig inn í Etíopíu og náði alla leið að suðurheimsskauti, en þar var það merkt „landið óþekta“. Vesturhelming- ur jarðar var álitinn eitt stórt haf og skýrt ,,vesturhafið“. Þetta samsull af vitleysu, virðist hafa full- nægt landfræðingum öldum saman. Hinn fyrsti áhugi til landafunda, eftir þetta, vaknar hjá hinum norrænu víkingum. Þeir herjuðu, eins og kunnugt er, víða um lönd, t. d. Bretlandseyjar, Eystrasaltslöndin og Normandy, og tóku sér víða bólfestu. Þeir fundu ísland og Grænland. En Norður-Ameríku fann íslendingurinn Leifur heppni árið 1000. En vegna þess, hve skipa- kostur og öll siglingatæki voru ófullkomin á þeim tímum, þá lögðust þessar ferðir alveg nið- ur, í næstum því fimm aldir, eða þar til Colum- bus komst til Ameríku árið 1492. Talið er að Columbus hafi dvalið hér á íslandi og aflað sér rækilegra upplýsinga um ferðir Leifs, áður en hann lagði upp í þessa frægu för sína. Enginn efi er á því, að ferðalög Leifs til Ameríku, eru þau frækilegustu, sem sagan get- ur um, því að þótt för Columbusar væri mikið þrekvirki, þá má ekki gleyma því, að hann hafði yfir miklu betri skipakosti og tækjum að ráða og fór auk þess yfir Atlantshafið miklu sunnar, þar sem veður voru betri. Hugmynd manna um jörðina var þá líka orðin miklu réttari og full- komnari, þótt henni væri mikið ábótavant. Það er eftirtektarvert, að minnsta og fátæk- asta lýðræðisþjóðin skyldi verða fyrst til þess að finna landið, sem síðar varð heimkynni hinn- ar voldugustu frelsis- og lýðræðisþjóðar, sem til er í heiminum. Sú staðreynd, að Islendingur fann fyrstur Ameríku, hefir ekki hlotið nægi- lega viðurkenningu og því hefir ekki verið nóg á lofti haldið. Norðmenn hafa að vísu gert all- mikið að því að halda Ameríkufundi Leifs á lofti, en eingöngu í þeim tilgangi, að eigna sér manninn og þá um leið heiðurinn. Ganga þeir svo langt fram í þessu, að þeir halda árlegan hátíðisdag um þver og endilöng Bandaríkin og telja þá Leif Eiríksson hafa verið norskan í einu og öllu. Svona hefir þetta verið til skamms tíma. Þessu þarf að breyta; heimurinn, og alveg sérstaklega Ameríka, þarf að fá að vita, hver fann Ameríku fyrstur og hverrar þjóðar hann var. En Norðmönnum má ekki haldast uppi óátalið, að eigna sér þennan mann. Þegar Ameríkumenn eru búnir að öðlast réttan skiln- ing á þessu, þá gæti svo farið, að við hefðum ekki verra af því, meðal annars í verzlunar- og viðskiptalegu tilliti. Það eitt er víst, að Ameríku munaði ekki mikið um að kaupa af okkur allar þær vörur, sem við þurfum að selja á erlendum markaði. Og allar þær vörur, sem okkur vanhagar um frá útlöndum, gætum við fengið þaðan. Grímur Þorkelsson. Tvær vísur frá skútu-tímanum. Þessar tvær eftirfarandi vísur eru gerðar af Magnúsi Teitssyni frá Eyrarbakka. Við kabyssuna Siggi sat og sína spennti út anga. Hann var að sjóða hundamat, handa sér og Manga. Þó að aldan þyki stór og þreyti margan rokið, það batnar þegar Bensi Þór bleytir á oss kokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.