Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 45
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 og vetrarvertíðir. Pekk hún alla tíð hlut sem fullgildur karlmaður og þótti það nýlunda með stúlku innan við tvítugt. En hásetarnir, sem með henni voru, voru ánægðir með þetta, því að hún var flestum fisknari og svo úrræðagóð og glögg- sæ, að jafnan var skotið máli til hennar, þegar mikið þótti í húfi. Upp frá þessu varð hún mjög eftirsótt sem háseti og kepptu beztu formennirnir um að fá hana í skiprúm. Jón hreppstjóri í Móhúsum var annálaður aflamaður og þótti mjög mannvand- ur. Réði hann ekki til sín, nema hraustmenni og góða fiskimenn. En þrátt fyrir það lagði hann mikið kapp á að ná í Þuríði og tókst það að lokum. Var hún háseti hjá honum í 19 vertíðir og fór hið bezta á með þeim. Þótti félögum Þuríðar vænt um hana, því hún hafði oftast kjark til að segja það við Jón hreppstjóra, sem þeir ekki áræddu. Hún þótti einnig mjög skémmtileg og upplífgandi bæði á sjó og landi. Um harðfengi Þuríðar má geta þess, að vetur- inn 1808 gekk hún með barn, en eigi að síður reri hún alla þá vertíð. Þegar hún hætti sem háseti hjá Jóni, réðist hún sem formaður hjá séra Jakob í Gaulverja- bæ, og var formaður í alls 25 vertíðir. For- mennskunni hætti hún árið 1843, þá 66 ára gömul. Þuríður þótti afbragðs formaður og var því mjög eftirsótt í þann starfa. Hásetar sóttu mjög fast að komast í skiprúm hjá henni, því að bæði þótti hún aflasæl og gætin á sjó. Eftir því sem Jón Pálsson, fyrv. bankagjald- keri, hefir sagt mér, en hann er allra manna fróðastur um allt það, er snertir verstöðvarn- ar austanf jalls að fornu og nýju, þá mun Þuríð- ur formaður sjálf hafa átt vorbát og haldið honum út frá Baugstaðakampi. Um þær mund- ir mun hún hafa átt heima að Grjótlæk, sem er miðja vegu milli Baugstaða og Stokkseyr- ar. Báti sínum reri Þuríður út og inn um Knarr- arsund, sem er vestanvert við Baugstaðakamp. Lendingarstaður Þuríðar var við klöpp eina vestanvert við Kampinn og mun hún síðan hafa heitið Þuríðarhella. Þar má enn þá sjá flóra þá, er Þuríður brýndi í báti sínum og standa þeir þar með sömu ummerkjum sem áður. Þuríður klæddist oftast nær karlmannsfötum, hvort sem var á sjó eða landi. Þegar hún fór á mannfundi klæddist hún karlmannstreyju og bar karlmannshatt. Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður, útvegaði henni leyfi til að bera ein- göngu karlmannsklæði, — þá mátti nú ekki kvenfólkið klæðast hverju sem verkast vildi, nema Hans hátign í kóngsins Kaupmannahöfn væri þar með í ráðum. 'Réttu ári áður en Þuríður andaðist, eða 20. Þuríður formaður. Myndina teiknaði Finnur Jónsson á Kjörseyri á efri árum Þuríðar, en hann var henni þá sam- tíða. nóv. 1862, lætur hún rita fyrir sig bréf til Guð- mundar Thorgrímssen á Eyrarbakka. Ber hún sig þar báglega undan því, að komið hafi til tals ,,að rífa ofan af henni kofann“. Biður hún Thorgrímsen að veita sér liðsinni til þess að kofinn fái ,,að standa eitt árið enn“, því að bæði séu þau, hún og kofinn, „svo hrörleg orðin og til aldurs komin, að eigi megi á milli sjá hvort þeirra falli fyrr“. — Þuríður mun hafa stílað bréfið sjálf, en eigi ritað það, nema nafn sitt — Þuríður E — undir og sett signet sitt, ,,Þ“, á svart lakk að lokum. Bréf þetta er nú í eign Jóns Pálssonar. Þuríður var seinustu árin í Einarshöfn og þar andaðist hún 13. nóv. 1863, 86 ára gömul. Hafði hún fulla sjón og heyrn til dauðadags. Mun hún hafa róið til fiskjar öllum íslenzkum konum lengur, eða alls 50 vetrarvertíðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.