Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 59
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ 23 rúmi sínu, en þegar sjórinn skellti skipinu á hliðina, þá hentist hann út úr kojunni, yfir borð- ið og lenti á bekk og hafði brotið eða brákað rif og legið þannig nokkra stund, og líklega hefir liðið yfir hann. I myrkrinu fálmaði hann sig svo upp í koju og leið mjög illa er ég kom. Rokið var hið sama, en með stöðvaða vél lá skipið ágætlega, hafði hagrætt sér sjálft og var afturhluti þess um 3 strik frá vindi. Ég yfirgaf skipstjóra, fór til Valdemars í stýrishús og bað hann að liðsinna skipstjóranum, kveikja, ná í áburð eftir hans fyrirsögn í meðalakistu og bera á hann, ef hann vildi. Mig langaði til að vita, hvað hásetunum liði, og fór fram í lúkar. Þar var ljótt umhorfs, þegar ég loks gat kveikt ljós. Sumir spúðu, aðrir stundu og enn aðrir báðu fyrir sér og var það fallegt, en lítil upp- örfun fyrir mig, að sjá mannskapinn þannig. Ég spurði hvort enginn treysti sér á þilfar, en það var enginn. Þeim var bæði kalt og voru sjóveikir, og ég held, sumir hræddir. Leið nú nóttin og birta tók, fórum við Valdemar að rann- saka skemdir. Báturinn var ónýtur, annað sigl- ingaljósið horfið en káetuhurð mátti gera við og var það okkar fyrsta verk. Skipið fór vel í sjó og er bjart var orðið hengdum við tvo olíupoka til kuls, og eftir það kom vart skvetta á þilfar. Valdemar gerði við hurðina, ég fór að sinna skipstjóra, og kokkinn varð að drífa upp til að matreiða, og einhvernveginn heppnaðist að elda kjötsúpu og kom hún sér vel, en matar- lyst var engin hjá stafnbúum. Ég fór smátt og smátt að taka eftir, hvílíkt gæða sjóskip ,,Súlan“ var, og það strammaði mig upp, eins og menn segja, því ömurlegt var á þessum blessuðum spítala. Svo gekk á ýmsu, við héldum ferðinni áfram þegar færi gafst, stöðvuðum vél og létum út olíupoka, þegar sjóir urðú svo miklir, að ekki var siglandi, og svo kom 27. janúar. Um morg- uninn er birti, tók ég eftir því, að skipið lét ekki að stjórn. Veður var sæmilegt, en vindur á móti. Ég komst brátt að því, að stýrið höfðum við ekki misst, en vegna þess að járnhetta var yfir stýrisleggnum þar sem hann kom upp úr stýrisgatinu, skrúfuð niður, að mig minnir, með 32 skrúfboltum, þá gat ég ekki séð missmíði. Einn háseti var þá í stýrishúsi, því Valdemar svaf þegar ég varð þessa var. Ég fékk nú fleiri háseta á þilfar og skipstjóri, sem legið hafði þessa daga, kom sárlasinn upp og svo var farið að losa járnhettuna, og þegar hún var laus kom í ljós, hvað að var og það var ekki þeim að þakka, sem svikið höfðu útbúnað hér, að okkur auðnaðist að fá við það gert. Um hádegi þenn- an. dag sást til sólar og mældi ég þá hæð og var það í eina skiptið, sem þess var kostur alla ferðina. Um kveldið, um 7 leytið, breyttist vind- staða til suðvesturs og gerði él; leið ekki á löngu þar til komið var rok og hauga sjór. Stóð svo alla þá nótt, en lygndi með morgninum og gekk síðan til suðausturs; varð sjór þá svo úf- inn, að furðu sætti að skipið skyldi verja sig eins og raun varð á; hér dugðu engir olíupok- ar, til þess voru sjóir af krappir og tíðir; áfram varð að síga. Hinn 28. gátum við haldið áfram ferðinni, en 29. og 30. janúar var vestan storm- ur og lágum við með stöðvaða vél 15 klukku- tíma á því tímabili. Dagana 31. janúar og 1. febrúar var veður gott, en þungur sjór, og eftir leiðarreikningi hefðum við átt að sjá land, síðari hluta dags hins 1. febrúar, en ekkert sást og héldum við áfram um nóttina, en lóðuðum annan hvorn tíma, en fundum ekki botn. Þegar birti 2. febrúar, var veður heiðskírt og logn; sáum við þá hvít f jöll og bil milli þeirra, sem við álitum fjörð. Við tókum stefnu á fjörðinn og er við vorum komnir í mynni hans, sáum við bát og sigldum að honum og spurðum menn- ina, hvaða fjörður þetta væri, sem við sæjum. ,,Það er Norðfjörður“, svöruðu þeir. Ég undr- aðist þetta meira en þótt þeir hefðu sagt, Finnafjörður eða Reyðarfjörður, því á réttan stað bjóst ég alls ekki við, að við kæmum, með þeim skilyrðum, sem mér virtust vera, bæði hvað stefnur, logg og fleira áhrærði. Er við höfðum talað við mennina í bátnum, breyttum við stefnu, og um hádegi 2. febrúar höfðum við varpað akkerum á Mjóafirði, og eigandi skips- ins, Konráð Hjálmarsson, var kominn út á skip, ferðinni var lokið, og dáðist ég þá í huga mín- um að allri frammistöðu ,,Súlunnar“ á hafinu, þótt ferðin færi nokkuð fram úr áætlun. Sveinbjörn Egilson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.