Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 67

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ andi heimkomu, að ávarpa skipstjóra svo: „Gott er veðrið, skipstjóri góður, og ekki amalegt að koma í bæinn núna.“ „Satt er það,“ mælti hann, og bætti svo við: ,,venda“. Síðan var snúið alveg við og siglt vest- ur í Jökuldjúp og verið þar í þrjá daga í við- bót, þar til allir voru orðnir skeggjaðir og skít- ugir á ný, í hefndarskyni fyrir hnýsnina um framtíðaráform ferðalags eða ferðaloka. Önnur er sú sagan frá skútuöldinni, að eitt sinn er til átti að taka á heimleið, að menn vildu fara að raka sig, fundust engin rakáhöld. Kom ýmsum það nokkuð kynlega fyrir sjónir, sem voru þess vissir, að þau hefðu átt að vera í kojuhorninu eða á hillunni. En þrátt fyrir allt þref og þráláta leit, var það bláköld staðreynd að rakáhöld fundust hvergi. Þegar vandræðin stóðu sem hæst, út af þessu, og menn höfðu bölvað skeggi sínu niður fyrir allar hellur, án þess þó að sú óvelkomna höfuð- prýði léti nokkuð á sjá, birtist stýrimaðurinn í lúkarsgatinu. Þegar hann hafði kynnst öllum málavöxtum, hóf hann höfðinglega upp rödd sína og mælti, að hann skyldi bæta úr þessu böli, með því að lána rakáhöldin sín yfir alla línuna. Þessu var tekið með mesta fögnuði, og náðu menn strax fyrri gleði sinni á ný. Að- eins sagðist hann vilja setja eitt skilyrði og það væri, að fyrst sápuðu sig allir inn, á annan vangann og hnífurinn gengi svo frá manni til manns á meðan þeir sem fyrst byrjuðu, sápuðu inn hinn vangann. Leist mönnum þetta mjög sanngjarnt og hin mestu vinnuvísindi, því þannig gengi raksturinn örar fyrir sig. Síðan stilltu sér allir í röð og byrjaði stýri- maður. Raksturinn gekk eins og í sögu, alltaf beið sápaður vangi. Loks þegar allir höfðu rakað sig öðru megin, hófst umferðin að nýju. En þegar stýrimaður hafði rakað hinn vangann lagði hann hnífinn hægt og vandlega saman og henti honum í sjóinn. Þá fyrst, en of seint, sáu alhr að hér var um hrekkjabrögð að ræða, en nú varð ekki frá snúið. Skipshöfnin kom öll, að undanteknum stýri- Æfiágrip. Eftir ÞÓRARIN KR. GUÐMUNDSSON. Sjómannadagurinn er að sjálfsögðu dagur allra sjómanna og dagur allra Islendinga, hvaða stöðu, sem þeir skipa í þjóðfélaginu, en ekki hvað sízt þeirra manna, sem sjóinn hafa stundað frá barnæsku, en nú eru komnir að fótum fram. Þegar minnst er á Sjómannadaginn við þessa gömlu sjómenn, er eins og þeir yngist upp. Þegar hugur þeirra hvarflar til baka, og þeir minnast liðinna daga, er oft ánægjulegt að ræða við þá um liðna daga. Þeir eru auðvitað margir, gömlu sjómennirnir okkar, sem mikið lífsstarf eiga að baki og miklu hafa áorkað í starfi sínu, en með þessum línum vil ég sérstak- lega minnast eins þeirra, sem nú liggur rúm- fastur, þrotinn að sjón og kröftum; hann missti sjónina mjög snögglega. Það var 8. nóvember 1936, að hann kom af sjó, háttar að kvöldi í rúm sitt, en vaknar í myrkri, og hefir þá misst sjónina. Hann áttaði sig ekki á því í fyrstu, en talar um það við konu sína, hvað sér finnist dimmt, og síðan hafa augu hans ekki séð ljósið. Þessi maður, sem ég get hér, er Hinrik J. Hansen skipstjóri í Hafnarfirði. Hann er fædd- ur í Hafnarfirði 9. apríl 1850, og því 89 ára gamall. Um fermingaraldur réðist hann af- greiðsludrengur í búð í Reykjavík, en það starf féll honum ekki, hugurinn stefndi allur út á sjóinn, fór hann þá til sjós á þilskip frá Reykja- vík, og yfirgaf afgreiðslustörfin. Sjómennskan féll honum strax vel, og þótti Hinrik fljótlega mjög efnilegur til sjómennsku og fiskveiða, enda var honum óvenjulega ungum trúað fyrir skipi. 18 ára gamall varð hann skipstjóri á þilskip- inu „Örn“, sem var eign Linnets kaupmanns í Hafnarfirði. Hinrik var svo skipstjóri á því skipi samfleytt 12 ár og heppnaðist það mjög manninum, stíf-rökuð öðru megin, en síðskeggj- uð á hinum vanganum í höfn í þetta sinn. llalldór Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.