Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 73
SJÓIVIANNADAGSBLAÐIÐ 29 Aðbúnaður þjónustufólks ó skipunum. Eftir SIG. B. GRÖNDAL, yfirþjón. Oft heyrast raddir um það, að íslenzku skipin séu eftirbátar erlendra skipa með svipað burð- armagn. Menn hafa það á orði, að hreinlætið sé ekki eins öruggt þar og vera mætti, að þjón- ustufólkið sé stórum lakara þar en annarsstað- ar. Og loks hafa menn orð um matinn, bæði gæði hans og fjölbreytni. Ég hefi ekki ástæður til þess að gera samanburð, enda er það ekki tilætlun mín. En það þori ég að segja, að þessar skoðanir, sem maður verður óþægilega oft var við, eru að ýmsu leyti réttmætar, og að margt mætti betur fara, og væri óskandi, að breyting- ar til hins betra yrðu gerðar sem allra fyrst. Ég er sannfærður um það, að þeir menn, sem standa framarlega í farmannastéttinni, og eins þeir, sem hafa mest í höndum siglingamál þjóðarinnar, eru ekki allskostar ánægðir með þennan orðróm, sem ég þykist viss um, að þeir kannast við. — Og nokkuð er það, að á fyrsta farrými sumra skipanna hafa verið settir upp kassar fyrir bréf frá farþegum, sem innihalda eitt og annað, sem þeim þykir vert að hafa orð á um líðan sína um borð í skipinu. Og van- trúaður er ég á, að hér sé eingöngu verið að slæða eftir lofsamlegum ummælum. Nú, þegar svo einhverjum farþega þykir eitthvað ábóta- vant, eða þá lofsamlegt, þá er honum ætlað að skýra frá því bréflega, — og þá er það alveg augljóst mál, að allt það, sem ábótavant er, skal sett á ábyrgð viðkomandi þjónustufólks. þessum aldna sjógarpi allra heilla og blessun- og ég vil óska honum þess, að æfikvöldið megi verða honum hlýtt og bjart fyrir hans sálar- sjónum, þó augun fái ekki lengur notið birt- unnar. Og sjómannastéttinni íslenzku óska ég þess, að hún megi eignast marga slíka menn sem Hinrik J. Hansen. Þórarinn Kr. Guðmundsson. En að hver maður sé ábyrgur gerða sinna, ætti auðvitað að vera höfuðregla í þessu lífi. En við, sem erum orðin fullorðin, vitum, hvernig það er, og sú aðferð, sem þarna er notuð til þess að koma ,,réttri“ ábyrgð á réttum tíma á rétt- an aðila, vekur meinlegt bros í huga mér, — en ég hefi mínar ástæður til þess. Ég ætlast ekki til þess, að allir séu mér sam- mála um það, sem ég er að skrifa, því að ef svo væri, mundi ég hreint ekki skrifa það. — Og hversu fráleitt, sem mönnum þykir það, þá verður það nú mín einlæga sannfæring, að það sem miður fer og ófullkomið er í umgengni, að- búnaði og allri þjónustu við farþegana á ís- lenzku skipunum, er ekki nema að litlu leyti hægt að gera þjónustufólkið ábyrgt fyrir. — Ástæðurnar eru margar, og hér verða aðeins tvær þær helztu taldar. Önnur höfuðástæðan er raunverulega sú, að skipin eru í mörgum tilfellum óþægilega innréttuð, þannig að það verður stórum erfiðleikum háð að veita far- þegunum fullkomlega örugga vellíðan og þjón- ustu, samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru í dag. Ég tala auðvitað aðeins um það, sem viðkemur almennu hús- og ,,hótel“haldi í skip- unum. En hin ástæðan, sem ég ætla að tilgreina hér, er leiðinlegur blettur á siglingamálum okk- ar, en þar á ég við áðbúnað þann, sem þjón- ustufólkið er látið búa við. Ég veit, að allt mun vera fagfræðilega mælt og reiknað út, en ég geri aðeins lítið úr vissri þumlungatölu, sem manninum er ætlað til þess að búa í, og ein- hverjum ákveðnum kubiksentimetra fjölda af frísku andrúmslofti, sem honum er ætlað að lifa af. Ég held því fram, og styð migþarviðalmenn- ar mannúðlegar og sjálfsagðar kröfur, sem nauðsynlegt er að framfylgt sé, til þess að maðurinn geti notið sín, að aðbúnaður sá, er þjónustufólkið hefir við að búa, sé í svo miklu vafa ásigkomulagi, að ekki sé með öllu rétt- mætt að gera hinar ströngustu kröfur til þess. Eða finnst mönnum það nokkuð óeðlilegt, þótt ég kynni að vera illa fyrirkallaður við árdegis- Verðinn miðskips, eftir að ég hefi legið aftur á rétt yfir skrúfunni, við f jórða mann, í loftlausri og dimmri smákompu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.