Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 74
30 S JÓMANN AD AGSBLAÐIÐ Nei, sannleikurinn er sá, að þegar skipin hafa verið innréttuð, þá hefir þjónustufólkinu verið ætlað alltof lítið rúm til umráða. Það verður að borða hér og hvar, standandi með matinn í höndunum, því að matstofa finnst engin fyrir það. Það lítur helzt út fyrir, að þegar einhverjir afgangar hafa orðið, þá hafi einhverju af þjón- ustufólkinu verið holað þar niður. Því er svo að segja dreift um allt skipið. En þetta er afar óþægilegt fyrir það. Vistarverur þess ættu að vera sem mest saman. Það ætti að hafa til um- ráða snyrtirúm og matstofu. Þjónustufólk þarf einmitt að vera snyrtilegt og vel hreint, en það er erfitt að snyrta sig í klefunum aftur á, þar sem þrír og fjórir menn búa, — og einn getur aðeins rakað sig í senn, hinir verða helzt að fara út á meðan eða skríða upp í ,,kojurnar“. Ég vil benda á eitt atriði hér, sem ég byggi á eigin reynslu og einnig nokkurra manna, sem ég veit, að eru réttsýnir og drengir góðir. — Það er svo með marga farþega, og þó einkum Englendinga, að þeir hafa haft hina mestu samúð með þjónustufólkinu, einkum ef þeir hafa komið um skipið allt og kynnzt lífi og gleði bak við tjöldin. — Þeirra augu eru oft glögg. Þeir hafa einnig látið óskipta aðdáun sína í ljós. — Það virðist óþarft að skýra þessi fyrirbrigði nánar. Ég vildi með þessum sundurlausu hugsunum mínum benda mönnum á, að hér er mál, sem miklu skiptir. Ég vildi benda mönnum á það mikla ósamræmi, sem mér virðist vera í svo mörgu, sem viðkemur hinum litlu skipum þjóð- arinnar. Og ég tel, að lengur sé ekki hægt að gera þjónustufólkið ábyrgt fyrir þeim orðrómi, sem á því hvílir. Ég tel það ekki samrýmast vorum tímum, að gera sífellt vaxandi kröfur til þess, án þess að láta því nokkuð verulegt í té á móti. Ég þekki svo marga vinnuveitendur, sem hafa þá réttu skoðun, að fyrsta skilyrðið til þess að ná sem hagkvæmustum og beztum af- köstum vinnuþiggjandans, sé að gera hann ánægðan, veita honum öll þau réttindi, sem velkomin og sjálfsögð eru, þau réttindi er hon- um ber. En það verður ekki sagt um þessi mál, því að allur aðbúnaður og öll réttindaafstaða þjónustufólksins á hinum íslenzku farþegaskip- um er í alvarlegu vafaástandi. Ég geri ráð fyrir því, að hér séu menn, sem muni halda því fram, að þjónustufólkið hafi sjálft skapað það ástand, er nú ríkir, og jafn- vel að það verðskuldi ekki annað né betra en það, sem nú er, tökum t. d. vankunnáttu, kæru- leysis og óreglu, þá er ég mjög fús til þess að ræða það. En það er bæði langt mál og alvar- legt, og verður ekki kastað til þess höndunum. En að svo stöddu vil ég segja það, að komi til þeirra mála, þá ætla ég fyrir fram að segja fyrir endalokin: að þau munu verða þjónustu- fólkinu skýlaus og klár til hagnaðar. Sig. B. Gröndal. Nokkrar vísur frá skútutímanum. Eyrarbakka bugtin staka, banka þinn nú kveðjum vér, nú skal herjans Húllið taka, höldum strikið rétt, sem ber. Sterkar voðir heisum hátt, herðir Kári jötunmátt. Milly yfir æginn strýkur, inn á höfn til Reykjavíkur. Nú kveðjum vér Eyrabakkabugt, sem björgina’ oss gefið hefur og brunum af stað með brotna lugt, á Bankanum er hann tregur, en hvað á að fara eða halda hvert, því Húllið er allra vegur. Hamaðist Guðni hlés á gand, hræddur stóð á dekki. Kristján, farðu að koma í land, krakan fattar ekki. Lætin eru ljót í þér, löngum vizku hraður, aftur karlinn Kristján tér kaffið drekk ég maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.