Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 24

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 24
í röðum sjómanna á Sjómannadaginn. anna enda, eins og það gerir alla þá, sem undir törfamátt þess komast í æsku; sjómannsblóð rann einnig í æðum hans, hann hafði sjálfur fengist við sjómennsku all lengi framan af árum, og haft mikið saman við sjómenn að sælda alla ævi. Þegar alls þessa er gætt, sætir það lítilli furðu, að það varð hið góða hlutskipti hans að yrkja hið hreim- mikla og myndauðuga verðlaunakvæði „Hrafn- istumenn “, sem að verðugu er orðið þjóðsöngur íslenzkra sjómanna, og því algerlega óþarft, og væri í rauninni móðgun, að fara að vitna til þess hér. í hinum frábærlega snjöllu og tilþrifamiklu Rímum af Oddi sterka lýsir Örn, á bragðmiklu máli og svo rauntrútt ,að hvergi geigar ör frá marki, sjómennsku Odds og sæförum. Á sú kröft- uga og raunsanna lýsing sér fáa jafna í íslenzkum skáldskap. Hvergi hefur Örn þó reist íslenzkri sjómanna- stétt óbrotgjarnari bautastein í ljóðum sínum held- ur en í hinu stórbrotna og snilldarlega kvæði, „Stjáni blái“, er segir sögu særoksins og veðurbar- ins fullhuga og lýsir síðustu siglingu hans. Verður hann í höndum hins glöggskyggna og orðhaga skálds ógleymanlegur persónugervingur hreysti og hetjuskapar þess fjölmenna hóps Islendinga, sem sækja gull í greipar Ægis konungs og hræðast eigi, þótt hörð verði fangbrögðin við hann. Vafa- laust er kvæði þetta lesendum þessa blaðs í fersku minni, enda nýtur það sýn þá fyrst til fullnustu, að það sé lesið í heild sinni. En allt er það, eins og ég hefi sagt á öðrum stað, með sama meistara- brag að orðalagi, hrynjandi, sem minnir á brimið og sormhvin, ágætlega samræmt frá byrjun til loka. Þannig yrkja þeir einir, sem rík ljóðgáfa hefir verið lögð í brjóst og á tungu. Eigi er það heldur nein tilviljun, að Örn orti svo margt og af svo mikilli snilld um íslenzka sjó- menn, baráttu þeirra og lífskjör, og grundvallandi hlutverk þeirra í þjóðlífinu. Þeir áttu hug hans allan, og sama máli gegndi um aðrar hinar vinn- andi stéttir, samúð hans náði í jafn ríkum mæli til þeirra. „Hann elskar fólkið, trúir á það og treystir því. Ást hans á alþýðunni, samúð hans með hinu vinn- andi fólki er víða að finna í ljóðum hans“, segir Stefán Júlíusson yfirkennari réttilega í hinni prýðilegu grein sinni um skáldskap Arnar Arnar- 4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.