Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 25
Skipverjar af b.v. Ingólfi Arnarsyni heiðraðir fyrir björgun skipverja af b.v. Júní.
Fremri röð: Þorkell Sigurðsson, 1. vélstjóri; Ólafur Sigurðsson, bátsmaður; liannes Pálsson, skipstjóri; Loftur
Júlíusson, 1. stýrimaður; Pétur G. Breiðfjörð, 2. stýrimaður. Aftari röð: Ármann Brynjólfsson, 3. vélstjóri;
Sigurður Möller, 2. vélstjóri; Bjarni Jóhannsson, háseti; Ragnar Fransson, háseti; Guðmundur Helgason, háseti;
ingólfur Finnbjarnarson, loftskeytamaður. Skipstjórinn, loftskeytamaðurinn og þeir er fóru x skipsbátinn voru
sæmdir björgunarverðlaunum Slysavarnafélags íslands.
sonar í Skinfaxa. Líf alþýðunnar og barátta eru
honum hugstæð yrkisefni, og hafa þegar verið
nefnd nokkur dæmi þess. Það er sigurhreimur í
rödd hans, þegar hann hyllir Sjómannafélag
Reykjavíkur á aldarfjórðungsafmæli þess. Af þeim
sjonarhóli verður honum að vonum minnisstæð
baráttan harða er hafist var handa um bætt kjör,
en jafnframt rennir hann augum fram á við og
hvetur samherja sína til að „hlýða og nema næmu
eyra nýrrar aldar brag“.
Upp úr jarðvegi ástar hans á alþýðunni og sam-
úð hans með hinum vinnandi stéttum eru einnig
sprottnar ádeilur skáldsins, sem eru mikill og
merkur þáttur í skáldskap hans, ósjaldan harð-
skeyttur mjög, en hitta löngum í mark að sama
skapi. Mannást hans og sterkur umbótahugur
1 enna þar í einn farveg, svo aldrei verður um það
villst hvar höfundurinn hallast á sveif í þjóðmála-
baráttunni. Hann er djarfæltur málsvari alþýðunn-
ar og hreinræktaður lýðræðissinni. „Trú á lífið, trú
á manninn, trú á þroska hans“, er kjarninn í þjóð-
mála- og lífsskoðunum hans.
Þessa trú sína og horf til lífsins klæddi hann í
svipmikinn orðabúning í hinu fagra og hjarta-
heita ljóðabréfi til Guttorms J. Guttormssonar
skálds og annarra landa sinna vestan hafsins:
I svip þeirra, seintekna bóndans,
hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda,
býr saga og framtíð vors lands.
Sá þöguli fjöldi er þjóðin,
þungstreym og vatnsmegn á.
Þótt hátt beri jakahrönglið,
hún hryður því út á sjá.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5