Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 26
Sigurjón Á. Ólafsson: Laugarásinn og Dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn Þegar Sjómannadagsráðið í Reykjavík ákvað á sínum tíma, að beita sér fyrir byggingu Dvalar- heimilis fyrir aldraða sjómenn og hefja fjársöfnun í því skyni, þá voru allir hlutaðeigendur sem um mál þetta fjölluðu, Sjómannadagsráðið, sem aðrir, sammála um, að Laugarnestanginn, það er lóð Holdsveikraspítalans væri sá ákjósanlegasti staður í nágrenni Reykjavík, fyrir Dvalarheimilið. Þrátt fyrir það, að stærð lóðarinnar var ekki meira en 3,7 ha. Unnið var sleitulaust, við þá aðila, sem höfðu umráð lóðarinnar, að fá hana afhenta Sjómannadagsráðinu, sem gjöf. Þessir aðilar voru fyrst og fremst Borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarráð. Sjómannadagsráðið taldi öruggt, samkvæmt þeim munnlegu loforðum sem féllu af hálfu mikilráðandi manna úr bæjarráði og fyrverandi borgarstjóra að Laugarneslóðin yrði afhent Sjómannadagsráðinu fyrr eða síðar. Síðan skeður það, að nokkrir togaraútgerðarmenn telja spítalalóðina framtíðarathafnapláss fyrir útgerðina. Þessi stefna færi það mikinn byr, að bæjarráð tekur afstöðu með óskum eða jafn- vel kröfum útgerðarmanna um að á Laugarneslóð- inni verði ekki byggt Dvalarheimili, en í þess stað verði lóðin notuð til bygginga í þágu út- gerðarinnar í bænum. Bæjarráð mun hafa litið svo á, að á því hvíldi nokkur skylda gagnvart sjó- mannastétt bæjarins, að finna stað og benda sjó- mannadagsráðinu á lóð, sem bærinn hefði ráð á, og frá sjónarmiði bæjarráðs væri ekki lakari en Laugarnestanginn. Þessi staður er Laugarásinn sunnan megin Kleppsvegar. Með bréfi dags. í Janúar 1950 býður bæjarráð Sjómannadagsráðinu upp á þennan stað samkvæmt viðtölum við full- trúa bæjarins um lóða- og skipulagsmál. Þá er gert ráð fyrir 6—8 hektara lóð sem Dvalarheimilið fái til umráða. Tilboð þetta hefir legið til athugunar hjá stjórn Sjómannadagsráðs um langt skeið, og á tveimur fundum ráðsins hefur það verið rætt á þessu ári. Niðurstaða ráðsins liggur. nú fyrir. Þ. 3. maí sl. var samþykkt að taka tilboði bæjarráðs um Laugarásinn sem lóð fyrir Dvalarheimilið. Er þá gengið út frá að lóðin verði eins og áður segir 6—8 ha. Flestallir eru á þ'eirri skoðun að Laugar- ásinn sé bezti staðurinn að Laugarnesinu slepptu. Stærð lóðarinnar er æskileg. Staðinn ber hátt og þaðan víðsýnt. I norðanátt lygnara en niður við sjóinn. Frekar stutt til sjávar í Vatnagarðá. Að öðru leyti nýtur heimilið væntanlega þeirra hlunn- inda, sem bærinn veitir íbúunum. Vatn rafmagn ef til vill hitaveitu í framtíðinni o. s. frv. Aðrir staðir sem til greina hefðu getað komið höfðu ekki öll þau skilyrði sem Laugarásinn getur veitt. Sem kunnugt er, þá bauð bæjarstjórn Hafnar- fjarðar stað fyrir heimilið á Hvaleyri. Þessu rausnarboði var ekki hægt að taka meðal ann- ars sökum þess, að flestir voru á þeirri skoð- un, að Dvalarheimilið ætti að vera í höfuð- borginni og hvergi annarsstaðar. Gera má ráð fyrir, að samningar verði gerðir um þessa lóð við stjórnarvöld bæjarins á þessu ári. Næsta verk- efnið verður þá að ákveða hvernig skuli byggja á lóðinni og því næst að fá fjárfestingarleyfi til framkvæmda. Sú skoðun er mjög uppi, að Sjó- mannadagsráðið byrji á framkvæmdum svo fljótt, sem því má við koma. Með það í huga að samskot til byggingarinnar fari vaxandi ef byrjað er á bygg- ingarframkvæmdum. Fjársöfnun Dvalarheimilis- sjóðs nemur nú röskum 2 milljónum krónum, en sú upphæð hrekkur nú skammt til að reisa stórbygg- 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.