Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 32
mannvirkja, er hún lét þá gera. En svo komu
niðurlæginga tímabil, er landsmenn voru hraktir
og barðir, án þess að bera hönd yfir höfuð sér, og
mun þó minnst til af því skráð. Björn á Skarðsá
segir, að útlendir ræningjar, hafi rænt víða í kring-
um landið, um þetta leyti. Þá er sagt frá Spánverj-
um, er byrjaðir voru að ræna og rupla á Vest-
fjörðum, áður en Spánarvígin urðu. í Árb. Espolins
bls. 132 segir, að eitt skip þessara ribbalda hafi
brotnað og menn komist af, án þess að landsmenn
gerðu þeim neitt. Á mörgu má sjá, að landsmenn
voru ávalt reiðubúnir að hjálpa þeim er bágt
áttu, þótt þeir þyldu ekki, að sér væri gert mein
af ósekju. Það sézt bezt á því, hvað vel og einarð-
lega Ari sýslumaður Magnússon tók á móti frönsku
hvalveiðimönnunum, er flýðu á náðir hans, eftir
hina einstæðu sjóorustu við brezku herskipin hjá
Látrabjargi og veizlan, sem brezku herskipafor-
ingjarnir ætluðu að halda Ara, sýndi þá virðingu,
er þeir báru fyrir honum. Saga Jóns Indiafara
blaðsíðu 392.
Vestfirðingum, og ekk sízt Ara sýslumanni, voru
vel minnisstæðir hinir hörmulegu atburðir 1579,
er útlendir ofbeldismenn gerðu aðförina að Eggerti
Hannessyni lögmanni í Haga, afa hans, einhvers
mesta höfðingja á Vestfjörðum í þá daga og ríkasta
manni á íslandi. í skýrslu sinn til konungs, segir
lögmaðurinn: „að klukkan þrjú um nóttina hafi
60 fótgangandi útlendingar, er sögðust vera
Englendingar, gert árás á bæinn með skotum og
slögum og slíkum ribbaldahætti, að hann gæti ekki
látið sér detta í hug, að neinir Tyrkir væru verri,
þeir hefðu sært heimilisfólkið og smánað, rænt og
ruplað svo hann hefði ekki átt neitt eftir undir
höfuð að leggja. Kirkjuna hefðu þeir brotið og
því öllu rænt sem þeir gátu með sér flutt, sjálfann
sig hefðu þeir flett klæðum og hent sér nöktum
upp á húðarbykkju. Þannig reiddu þar hann sex
mílna leið til skips síns þar, sem hann var hafður í
varðhaldi og fluttur til Patreksfjarðar. Þar héldu
þeir honum í hálfan mánuð, og allann þann tíma,
hlupu ræningjarnir um nágrenið rænandi allt hvað
þeir honum í hálfan mánuð, og allan þann tíma,
notað, og þar að auki, aðhöfðust þeir allra handa
ótukt og illan lifnað með konum og stúlkum, að
þeim nauðugum. Einn kunningja sinn er vildi lið-
sinna honum segir hann, að þeir hafi með eldi
kvalarlega brent og pínt, og svipaða útreið fengu
aðrir hjá þeim.“
Það var því ekki af ástæðulausu, að Vestfirðing-
um fannst óvænt horfa um sín efni, og svo hafði
flestum landsmönnum fundist frá því Jón Arason
leið, því það var eins og Islendingum hafi fallið
allur ketill í eld, eftir það athæfi allt sem þá fór
fram. En Magnús sýslumaður prúði, tengdasonur
Eggerts lögmanns, taldi að nú væri komið nóg
með varnarleysið. Fyrr mátti nú vera vandræða
aumingjaskapurinn, en svo væri, að annað eins
væri látið viðgangast án þess að neitt væri aðgert.
Hann dæmir hinn fræga vopnadóm að Tungu í
Patreksfirði 12. okt. 1581. Þar, sem svo er ákveðið,
að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga vopn
og verjur eftir efnum þeirra og ástæðum. — Dóm-
ur þessi, er hinn ýtarlegasti og merkilegasti í alla
staði, og þeim til mikils sóma er hann undirrituðu.
Er skírt fram tekið, hvaða útbúnað menn skuli
hafa og hvernig þeir skuli æva sig og vera við
öllu búnir og í hverju skyldur þeirra séu fólgnar.
„Nú ræna menn eða herja, þá eru allir skyldir
eftir þeim að fara, sá sem sýslumaður krefur til
eður sá sem fyrir ráni varð eður hernaði, hvort
sem fara á í hella eða hóla eða virki eða eru
þeir á skipum, eða hvar þeir hafa hæli, er hernað
gerður sekur (6) aurum við kóng, er ei fer löglega
til krafður. En það er hernaður ef þeir taka menn
aða fé manna af þeim nauðugum, berja menn
binda eða særa.“
Til viðbótar við það, að vera héraðssamþykkt,
hefur dómur þessi verið hugsaður, sem frumvarp
til laga á Alþingi. Enda segir svo í dóminum:
„Dæmum vér þennann dóm til lögréttu undir
höfuðsmannsins, lögmannanna og lögréttunnar
yfirsýn, það af að taka, sem frekt er, en því við að
auka, sem vant er.
Biðjum vér alla og sérhverja dugandismenn
vora fávizku og kunnáttuleysi að umbera og góðan
vilja fyrir verkið að taka og vonum til allra, er
sitt fjör og fósturland, konur og börn, frændur og
fé, goz og garða elska, munu þetta vort fánýtt
erfiði og fánýta samsetning í bezta máta
virða.“
Alþingi mun þó ekki hafa borið giptu til að
ljá þessu máli samþykki sitt, en samþyktin varð
til þess, að Vestfirðingar tóku aftur upp vopna-
burð meðan þeirra feðga Magnúsar og Ara sýslu-
manna naut við. Magnús prúði var einhver þjóð-
ræknast Islendingur sinnar samtíðar, réttsýnn
og drengur góður. Hann hvað:
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ