Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 41
Ragnar Þorsteinsson:
Myrkrið á Sjötúnahlíð
Eftirminnileg sjóferð
Það var árið 1922, faðir minn og ég rérum þá
u® haustið frá Isafjarðarkaupstað á tveggja
manna fari. Var það háttur margra, er farkost
attu, vegna þess, að sjór var á haustin, þá lítt
sottur á djúpmið. Venjulega var róið út af fjarðar-
roynninu, norður í Djúpið, ýmist innar eða utar.
Eg var 14 ára er þetta gerðist, hafði róið með
föður mínum frá því ég var 12 ára, nema hvað ég
hafði róið vorvertíðina síðustu á vélbát frá Bol-
ungavík. Ég þóttist því fær í flestan sjó, sem að
líkum lætur eftir slíka reynzlu, en draumur flestra
stráka í þessum sjóplássum var, að komast á æ
stærri og betri farkosti. Það var seinast í septem-
her, eða um mánaðarmótin, að við rérum sem
oftar, vorum með um eða yfir 20 lóðir. Við rér-
um út fjörðinn í myrkri síðla nætur og vorum
við Arnarnes um birtingu. Það var blálogn, stóð
ekki einu sinni segl og urðum við því að róa alla
leið á miðin. Við rérum á sínar tvær árar hvor,
°g faðir minn átti auðvelt með að ráða stefnunni
með því að bæta við á það borðið sem hann
oskaði, því að hann var tiltekinn ræðari og þurfti
ekki mikið tillit að taka til mín í þeim efnum. Ég
þóttist sjá, af stefnunni, að hann myndi ætla sér
töluvert inná við og þó ekki á grunnmið. Eftir
rúmlega tveggja klukkustunda róður var byrjað
að leggja, lögðum við í þremur tengslum sem kall-
að var. Ég tók eftir því, er ég réri út lóðina að
faðir minn leit tvisvar upp við lagninguna og
hoi’fði yfir til Snæfjallastrandar, sá ég að hann
hringaði þokumekki yfir fjallið og kembdi niður
eftir hlíðunum. „Jæja“, hugsaði ég, það verður
þá að minnstakosti hægt að nota seglið á heimleið-
inni ‘. Er við köstuðum út síðasta duflinu var far-
m að koma lifandi alda innan úr djúpinu og sáum
við hilla undir vindbandið fyrir innan okkur. „Við
skulum setja upp mastrið og vera tilbúnir með
seglið“, sagði faðir minn. Ég gerði svo og herti
Vef á stagnum, en faðir minn damplaði upp í á með-
an. Nú náði vindurinn okkur og við settum upp
seglið, var það frumstæður útbúnaður, svo kall-
að ássegl (spritsegl) og stagsegl (fokka) var
mjórri rá beitiásnum, stungið í þar til gert eyra í
skörinni (pikknum) á seglinu, en hinn endinn
látinn hvíla í snærislykkju í mastrinu neðanverðu
og hélt ráin seglinu út að ofan; en oft tók nærri
með þessum seglum og fannst mér það líka eini
kosturinn. Ég undraðist að faðir minn sigldi svo
nærri sem tók og hafði ég ekki hugmynd um
hvert hann ætlaði sér að fara, þótti mér satt að
segja ekki árennilegt, að sigla um allt Djúp í þessu
útliti. Hann var orðinn stinnings hvass og var
alltaf að þyngja og aldan jókst að sama skapi.
„Vertu tilbúinn að kippa spritinu úr ef þess þarf“,
kallaði faðir minn gegnum storminn, hann sat á
'skutþóftunni og hélt um stýrissvölinn annari
hendi, en í skautið með hinni. Hann hafði vak-
andi auga á öldunum og ef hann sá að brot myndi
lenda á skektunni miðri, slakaði hann á skaut-
inu svo að dró úr ferðinni og beitti upp að. Hann
var á aust-suðaustan og komið drifaveður. Skekt-
an hafði sæmilega kjölfestu og var ágæt fleyta, en
aldrei held ég að henni hafi verið siglt sem í þetta-
skifti, að minstakosti hafði ég ekki verið með því.
Þegar sæmilegt lag var og náði að liggja vel í
fokkunni, þaut hún áfram eins og ólmur hestur,
sem vont er að hafa taumhald á og stekkur út í
ófæru, en fer annað slagið í kostum .Það sauð á
keipum og sullaðist inn yfir borðstokkinn annað
slagið. Ég sat vindborða á hálsþóttunni tilbúinn
að kippa spritinu úr ef ég fengi bendingu um það,
en hljóp í að ausa annað slagið er mér sýndist
tækifæri. Hvað er karlinn að hugsa, að beita
svona nærri, hugsaði ég, að hann gæti vel náð
Álftafirði ef hann vildi þótt hann sigldi liðugra, mér
var satt að segja ekki meir en svo farið að lítast
á þetta ferðalag en lét þó sem ekkert væri, svo
bar ég líka takmarkalaust traust til föður míns
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21