Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 52

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 52
Floti Haraldar konungs 1065. Veggteppi frá Bayeux. skipið“ „Huginn“ af stað frá Esbjerg með 54 manna áhöfn og kom heilu og höldnu til Englands. „Huginn“ var gerður í líkingu við Nydamsskipið, sem áður er lýst og var 24 m á lengd. Með þeirri gerð, sem Nydamsskipið sýnir, nær skipasmíðin miklu meiri fullkomnun en áður, og næstu fjögur hundruð árin til víkingaaldar er þessi gerð fyrirmynd í skipasmíðum, og um leið markar hún þróun siglinganna á þessum öldum. Sem betur fór stóðst Nydamsskipið allar eyði- leggingar síðari heimsstyrjaldar. Nú er það geymt í fyrrverandi hesthúsi hallarinnar Gottorp í Slés- vík ásamt munum þeim, sem í því fundust (bog- um, skjöldum, spjótum), en þar er fornminja- safn hertoganna fornu, Slésvík og Holstein, nú til húsa, eftir að það var endurreist að nýju. Annað skip, sem einnig fannst í mýrinni við Nydam, úr furuviði, eyðilagðist því miður í dansk- þýzka stríðinu 1864. Af hinum mörgu gripum, sem fundust í og hjá Nydamsskipinu, sem sennilega hafa verið grafnir þarna ásamt skipinu, sem fórn til guðanna, vil ég aðeins geta eftirfarandi: Auk ásra og austurstrogs fannst fjöldi vopna, þ. á. m. á annað hundrað sverða, yfir 500 spjót og hundruð spjótskepta, 36 bogar, mörg hundruð örvarskapta og örvarodda, bæði úr beini og járni. Ennfremur fundust leifar af fjölmörgum skjöldum með skjaldarbólum úr járni og bronsi, (gerð skjalda, sem nefnd hefur verið buklari). Af öðrum fornleifum þaðan má nefna bein úr hestum, leifar af reiðtygjum, járn- axir og hnífar, alar (sléttir borar), handföng, renndir, askar og ýmis konar hreinlætistæki, svo sem beinkambar, brúna-háratengur (þær eru svo sem ekki nýjar af nálinni) og eyrnasköfur; skartgripir eins og brjóstnálar úr bronsi, glerperl- ur og silfurhálfsmen fundust einnig á sama stað ásamt rómverskum denörum og mörgu öðru. Árið 1939, skömmu áður en önnur heimsstyrjöld- in brauzt út, fannst árabátur í nánd við Sutton Hoo í Suffolk, sex mílur frá austurströnd Englands. Báturinn var 24,5 m langur og lá í 2,5 m djúpum haug við fljótið Deben. Skipshaugurinn — en þannig verður að nefna hann, því að leifar af mönnum eða dýrum fundust engar — hafði sem sagt skip að geyma, sem var auðsjáanlega af Nydams-gerðinni, og mátti sjá, að það hafði rúm fyrir 38 ræðara. Miðskips höfðu verið falin vopn, klæðnaður, sem leifar voru enn eftir af, drykkjar bikarar, silfuráhöld og fagurlega skreyttir skart- gripir úr gulli. Gripir þessir bentu til náinna tengsla við Norðurlönd, Frakkland og Miðjarðar- hafslöndin. Meðal gripa, sem fundust í skipshaugn- um, var slegin mynt, en af henni má ráða, að gröfina hafi gera látið síðasti heiðni konungur Saxa í „Austur-Anglíu“ að nafni Æþelhere í kringum 655 eftir Krist, og hefur honum ekki verið góðra gripa vant. Fyrir utan áður áminnzta gröf hafa menn fund- ið tvær aðrar skipagrafir við Sutton Hoo í Suffolk, og er nú nafnið Sutton Hoo þekkt um víða veröld. Árið 1938 fannst í einum skipahaugnum, en þeir eru 11 talsins, leifar af öðrum bát, sem var 5,5 m langur. Prófessor Hákon Shetelig í Bergen sem mörg- um íslendingum er að góðu kunnur, gróf upp tvö skip forn í Kvalsund á Mæri rétt við Bergen. Skip þessi voru frá 9. öld og bæði súðbyrt. Annað var 18 m langt, 320 m breitt og 090 m djúpt, hitt var 9,5 m langt, 1,5 m breitt og 0,5 m djúpt. Kilir, stefni og borð beggja bátanna voru úr eikarviði, en rengur allar úr furutré, og voru borðin negld 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.