Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 53
við þaer með trénöglum. En í stæri bátnum voru 8 borð, í þeim minni 5. Kilir bátanna frá Kvalsundi voru af sömu gerð og tíðkast enn í dag. Stefnið á stærri bátnum var auðsjáanlega sveigt í mjög krappan boga, en því miður var það sjálft ekki lengur finnanlegt. Þá komum við að víkingatímanuni. Merkilegust skip, sem fundizt hafa frá víkingaöld, funndust í Noregi við Tune (1867), Gokstad (Gauksstað) (1880) og Oseberg (Ásuberg) (1904). Nú hefur verið byggt yfir þau sérstakt safn á Bygdöy við Osló, nálægt byggðarsafninu norska, Norsk Folke- museum, þar sem sjá má norska bóndabæi úr hinum ýmsu byggðalögum. Þessar gerðir skipa eru fyrirmyndir hinna frægu víkingaskipa, sem mörg hver voru haffærandi. En án þeirra hefði ísland ekki verið fundið 874, né heldur Grænland 986, eða Vínland árið 1000. Án víkinga- skipanna hefðum við ekki þekkt nöfn landnáms- roanna og landkönnuða: Ingólf Arnarson, Eirík rauða, Leif heppna og Þorfinn karlsefni. Víkingaskipið við Tune mældist um 20 m á lengd °g 4 m á breidd. Lengd kjalar var 13,60 m. Þetta skip er einnig súðbyrt úr eikarviði. Einstakir hlutir aðrir í skipinu voru úr furu. Enda þótt ýmsir hlutar skipsins hafi fúnað til agna, eink- um kjöltréð, má þó sjá, að Tune-skipið er smíðað 1 sama stíl og víkingaskipin í Gokstad (Gauksstað) °g Oseberg. Gauksstaðaskipið fannst í stórum konungshaug, nálægt bænum „Gokstad“ við Sandefjord í haugi þessum er Ólafur konungur, er síðar var kallaður Geirstaðaálfur, grafinn, en hann andaðist úr fót- verk, eins og segir í Heimskringlu. í Gauks- staðaskipinu telja menn- að fundin sé bein Ólafs, hefur grafhýsi hans verið reist fyrir aftan siglu úr þykkum eikarviði og er einna Ðrottningar kerran úr Osebergsslúpinu. líkast tjaldi í lögun. Skip þetta er súðbyrt úr eikarviði, sem hin fyrri og er 24 m langt og 5 m breitt. Hvor skipshliðin var úr 16 borðum og fest saman úr hnoðuðum járnnöglum. Reng- urnar, 17 að tölu, báru vott um meiri hagleik en í Nydamskipinu, annars var lag þeirra svipað. Því miður vantaði bæði stefnin, svo að prýði þeirra er oss ókunn. Og verður því engum getum leitt að því, hvort á stafnaendum hafi verið dýra- eða drekahöfuð, svo sem vér oft lesum um í forn- sögunum, misjafnlega áreiðanlegum. Aftur á móti sjáum vér greinilega, að stafnskraut Osebergs- skipsins hefur verið slöngur eða drekar, sem hlykkja sig upp eftir stefninu, með augum og út skornu fiskrifjum. Skipsheitið „Ormurinn langi“ bendir líka til, að á skipsstafni hafi verið útskorin slanga til skrauts (ormur í fornu máli = slanga) — En á Orminum langa voru 34 árar og rúmaði skipið 300 manns. Að vísu fundust í Osebergskip- inu fjórar súlur með laglega útskornum dýrhöfð- um og voru súlurnar kringum einn metra á hæð en þær hafa ekki verið notaðar sem stafnaskraut, heldur hafa þær að öllum líkindum verið notaðar til einhverra hluta við greftrunarathöfnina. Á hlið Gauksstaðaskipsins voru göt fyrir 32 árar, einnig mátti sjá útbúnað til að hengja kringlótta skildi utan á borðstokkinn, bæði til að hækka hann og styrkja. Hefur þar numið skjöldur við skjöld og skildirnir ýmist málaðir gulir eða svartir. Stýris- árin var fest aftur undir skut stjórnborðsmegin og með sama lagi og stýrð á Nydamsbátnum. Sigl- an var í miðju skipi eins og í Oseberg-skipinu, fest í klofa eða stall og styrkt með stögum, bæði frá stafni og hliðum. Þá var ekki siglt nema með einu stóru segli, sem fest var við rána, sem mátti snúa með dragreipum, eftir vindáttum. Gauks- staðaskipið var hafskip, en Osebergskipið „lysti- snekkja“ Ásu drottningar, með ströndum fram. Munirnir í grafhýsinu í Gauksstaðaskipinu voru SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.