Alþýðublaðið - 01.06.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 01.06.1923, Side 1
v tðP ublaði Gefid út oi AiþýduflokkniiiD 1923 Föstudaginn 1. júní. Killun aiÞlðunnar. VI. Það er vísindalega sannað, að takmarki jafnaðarstefnunnar verður ekki náð nema með því að afnema einkaeign á fram- leiðslutækjunum — en til þeirra telst jarðvegur, hráefni, áhöld, vélar, flutningatæki og þv( um líkt — og taka upp ríkisrekstur á þeim í stað einkareksturs, sem nú er við tekinn og við haldið. Að eins með því móti getur á komist sú breyting, að frarn- farirnar hætti að vera uppspretta vesaldóms og kúgunar og gerist undanfari æðstu velferðar og almennrar velgengi. 1 En þessari breytingu verður ekki komið á, nema að henni sé stefnt og unnið sleitulaust að því að efla fylgi við stjórnmála- stefnu þá, sem þessi mikla breyt- ing er takmark hennar. Þessi mikla breyting er um- steyping þess þjóðskipulags, sem nú ríkir, en þar sem hún er bundin við það, er auðsætt, að henni verður ekki komið í kring án notkunar ríkisvaldsins. Hér renna saman straumarnir. Alþýðan á.að fá í hendur ráðin í landinu, og alþýðan á að koma í veruleika æðstu hugsjónum mannkynsins. • En það kostar baráttu, og þá baráttu verður að heyja og í henni að sigra sú stétt manna, sem ranglæti nú ríkjandi þjóð- skipulags kemur harðast niður á og því finnur sárast til þess. Sú stétt er verkalýðurinn, en verka- lýður er að vísu f þröhgri merk- ingu það fólk, er hefir lífsupp- eldi af kaupi, er það fær fyrir erfiða vinnu, er sérstaklega tek- ur til líkamlegra krafta, en f víðri merkingu allir menn, er ieggja fram vinnu fyrir kaup, er þeir verja sfðan sér til lífsnpp- heldis. Þessi bárátta er því stéttar- barátta og stjórnmálabarátta eins og öll stéttarbarátta, og þessi stétt það fólk, sem köllun alþýð- uunar tekur til, því að það er alþýðan. Þetta er hin þriðja köllun al- þýðunnar fyrst um sinn: Barátta til yfirráða og valda -i landinu til þess að geta komið liugsjön jafn- aðarstefnunnar í vertdeika. Þegar því er Iokið, er full- búið sviðið, þar sem af höndum verður int aðalhlutverk alþýð- unnar. Um daginn og veginn. Ekki læs. Einhver, sem fer í föt ritstjóra Morgunblaðsins f dag, er ekki læs eða hann hefir iesið grein í Alþýðublaðinu eins og andskotinn ritninguna og orðið vitlaus af. En til að reyna að koma viti fyrir hann — og öllum er gustuk áð hjálpa — má benda á, að í umræddri grein komu fram ekki ókunnugrl kenn- ingar en svo, að ekki meiri ang- urgapi en t. d. Bjarni gamli frá Vogi, sem Morgunblaðið hefir vafið að sér upp. á síðkastið, hélt líku fram á þinginu í vetur, þegar lítilmennin > ætluðu að kæfa þjóðina í sparnaðarkeitu En — hvor var nýtari' maður, Tryggvi Gunnarsspn eða Sæ finnur >með sextán skó«, «g hvor skyldi hafa verið einlægari >sparnaðarmaður<? >Félag ungra kommúnista< heldur fund annað kvöld kl. 8 í Alþýðuhúsinu. Fiskiskipln. Ása kom at veið- um í gær, en Apríl í morgun með góðan »fla. Verðá togararn- i£i. tölublað. Githarar nýkomnir, frá kr. 20,00 með skól- um, fínir Oithar- ar frá 38 krón- um. Afarmikið úrval af munn- hörpum, allar gerðir og stærðir, með messingplötum, frá 1 krónu. 2. fiokks harmonikur frá 28 kr., ein-, tvö- og þre-faldar. Eikar-grammöfbnar með niður- settu verði: áður 65 krónur, nú 50, áður 85, nú 65 kr., áður 110 kr., nú 90 krónur. Einnig afarstórt plötuúrval frá 4 kr. og nálar frá 1 kr. dósin (200 stykki). NB. Platan með Socialistamars-' inum og Alþjóðasöng jafnaðar- manna (Internationale) kostar 5 krónur. Hlj ððfærabúsið. Gott, stórt kort yfir ísland óskast til kaúps. Tilboð sendist blaðinu. ir að hætta að fiska fyrir Vest- urlandi vegna íss, sem gert hefir talsvert vart við sig þar. Yillemoes fer í íyrra málið á morgun norður og vestur um land tll Englánds. 0fugmælÍ. í Morgunblaðinú í morgun er auglýsing frá stjórn- arráðinu, sem að góðu lagi hefði átt að hljóða svo: >Leyfi. Hér með er dvöl á Arnarhólstúninu góðfúslega leyfð öllum. Stjórnar- ráðið.< Drcpsótt segja erlend skeyti komna upp í Parfs, Suður-Spáni og Norður-Áfríku.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.