Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 25

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 25
VN(ía íslands. 25 barn«, sagði ílngan »og veizt ekki hvað það er, sem þú lilakkar mest til; en jeg er liarð- brjósta að bæla þig niður — brumm birr bumm — og svo lagði hún á stað með byrði sína, og fífillinn borfði aptur í sólina, og hún kyssti hann þúsund sinnum, eins og móðir kyssir nývaknað barn. Skömmu seinna kom flugan aptur fljúgandi og suðandi að sækja meira til búsins; fífillinn kallaði ])á til henn- ar og sagði, »Kærar þakkir, fluga mín góð! fyrir það þú vægðir mjer og saugst mig ekki svo ungan; jeg skal bera mig að borga þjer einhvern tíma, og l)lessuð sólin vermi ])ig!« »Jeg tek viljann fyrir verkið, vesalingur!« sagði flugan; »en með hverju ætli þú getir borgað mjer? Þú ert fastur á rótinni, og verð- ur að standa þar sem þú ert, þangað til bóndinn fer að slá, eða börnin slita af þjer höfuðið«. »Æ, jeg veit ekki, livað þú talar um«, sagði fífiflinn. »En mig langar til að lifa«. »Sæll vertu, fííill minn!« sagði flugan morguninn eftir; »nú hefurðu sjeð kvöld og forsælu, hvernig lízt þjer á?« »Minnstu ekki á það« sagði fííillinn; »mjer ógnai, þegar jeg hugsa til þess! þegar sólin blessuð hvarf og forsælunni skelldi yfir — þá kom yfir mig hrollur og dauðans þungi; jeg lagði ])á sam-

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.