Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 34

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 34
34 BARNABÓK nú, ef vjer færum þetta ævintýri úr fötunum? Hvaða alvara liggur þar falin að baki sþaugs og skáldskapar? Hver er öskustóar drengurinn? Hann er ol- bogabarn fátæks manns. Hann liggur í öskustó og enginn sinnir honum, en bræður hans hlæja að honum. En lionum auðnast þó að vinna sjer konungsdóttur og hálft konungsríki. Hvað er hjer átt við? Þetta: Lít þú eigi á búnað eða fjáreign, eða yíirborðið. Ger þjer eigi í hugarlund að slíku sje að treysta, þegar i raunirnar rekur. Nei, þá er bjarga skal lífinu eða vinna stórvirki, þá er ekkert undir klæðaburði eða stjett komið. Eá er allt komið undir hugprýði. drengskap og mannviti. Hvað er nú meira í ævintýrinu? Konungur vildi fá brunn, er aldrei þornaði allt árið, en eng- inn gat grafið hann. Og eikitrje hafði vaxið rjett fyrir utan gluggann hjá konungi. Var það svo mikið og digurt, að það skygði á ljósið í konungs- höllinni. Konungur hafði heitið þcim stórfje, er feldi eikina, en engum var fært. Pá kom olboga- barnið. Hann feldi eikina og gróf brunninn. En hvi var honum fært? í ævintýrinu segir að hann og bræður lians gengu undir brattri hlíð. Heyrðu þeir þá að einliver hjó í sífellu uppi í hliðinni. Bræðurnir skeyttu því engu, en öskustóardrengur- inn mælti: »Vita vildi jeg, liver þar höggur uppi i hlíðinni«. Síöan gekk hann upp hjallana. Betla var þá öxi, er hjó þar í sífellu furubol einn. Hann tók öxina. Sú öxi feldi konungseikina. Eins var um pálinn, sem gróf sjálfkrafa í sifellu, og valhnotina, sem vatnið seitlaði úr: Pállinn gróf brunninn, en valhnotin gaf vatnið.

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.