Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 35

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 35
UNCIA ÍSLANDS. 35 Þetta er auðvitað skrök, þvi að engar axir liöggva sjálfkrafa. Annars væri ljett vinna að fella trje í skógi. En höfuðatriðið er satt. Ilvers vegna fann hann öxina? Af því að hann varð forvitinn; af því að hann varð hissa og stóð við, en gekk ekki liugsunarlaust framhjá eins og bræður hans. Hann vildi skilja, hvað í efni var, og ransaka. Hann var hljóðnæmur á það, sem aðrir gáfu eigi gaum að; honum þótti ekkert ol' litilfjörlegt eða alvanalegt. En þeir fengu enga konungsdóttur bræðurnir, sem hlógu að honum. Þetta er satt, ef til mergjar er brotið. Petta er gangur lífsins. Ef menn standa við, Sþyrja og íhuga, þá verður eitt- livað úr þeim mönnum. Frásöguna um það, sem gerst hefur í raun og veru i heiminum, köllum vjer veraldarsögu. í henni er sagl frá manni, sem var forvitinn og spurði og menn hlógu að. Hann forvitnaðist þangað til hann fann heila heimsálfu. Hann fann Vesturheim. Þetta var Kolumbus. Það eru æðimargir stórviðburðir, sem orðið hafa fyrir þá sök, að einhver stóð við og var for- vitinn. Vjer göngum llestir framhjá, helzti oft. Þá menn köllum vjer náttúrufræðinga, sem forvitnast um náttúruna, rannsaka hana. Og nú hafa þeir rannsakað svo margt í margar aldir, að þeir hafa inntverk afliendi, sem cru eins undraverð og þau sem öskustóardrengurinn gerði. Hann gróf brunn, og feldi eik. En náttúi ufræðingar hafa rannsakað svo lengi, að þeir geta opnað fjöllin og sent menn langar leiðir i vögnum án hesta, að menn geta sent öðrum skeyti og fengið svar, þótt fjarlægðin skipti þúsundum milna, og talað hver við annan,

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.