Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 36

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 36
36 HAHNÁBÓK þótt á leiðinni sje þjótandi skógar, breiðir firðir og háar heiðar. Þetta allt: járnbrautir, ritsíma og talsíma og allt annað höfum vjer fengið fyrir þá sök, að til voru forvitnir menn. Og eitt skulum vjer muna, þótt vjer verðum eigi náttúrufræðingar eða fáum neina konungsdóttur: Sá kemst að lok- um lengst og hefur fljótasta ferð, sem gefur sjer tíma til að staldra viö og hugsa um leiðina. H»lakkari.nn og korlingin. Eitt sinn var Ilakkari einn á ferðinni langt norður í skógum. Par var svo langt á milli bæja, að lítil von var til húsaskjóls um nóttina. En þá kom hann allt í einu auga á ljós millum trjánna. Var þar kot nokkurt og logaði þar eldur á arni. Hann hugði gott til glóðarinnar að verma sig þar og fá eitthvað í svanginn. Ilann brauzt því fram að kotinu. f*ar hitti hann kerlingu. »Sæl og blessuð«, sagði förumaðurinn. »Sæll vertu«, sagði kerlingin. »Hvar á maðurinn heima?« »Austan við mána og sunnan við sól«, sagði flakkarinn. »Nú ætla jeg að halda heim á leið aftur, því að nú hef jeg farið um allan heim, nema sveitina hjerna«, sagði hann. »þú ert svei mjer víðförull«, sagði kerlingin. »En hvað er þjer á höndum?« Hann sagðist ætla að biðjast gistingar. »Átti jeg

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.