Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 38

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 38
38 BARNAHÓh sæmilega innantóm. F*aö er þá vist bezt aö jeg bjóði til veizlunnur«, sagði hann. »Bjóðir til veizlu«, sagði kerlingin. ttBjer ferst, Flekkur að gelta! Sá er nú þesslegur að hann hjóði til veizlu!« »Sá veit margt og sjer, sem víða fer; sá sem margt hefur reynt, verður ráðalaus seint«, sagði flakkarinn. 1111 er að deyja ráðalaus á þurru landi, og ljáðu mjer þott, heillin«, sagði hann. Nú fór kerlingin að verða forvitin, og svo fekk liann þottinn. Hann ljet vatn í hann og setti á hlóðirnar og ljet undir, svo að logann lagði um allan pottinn. Síðan tók liann fimm þumlunga nagla upp úr vasa sínum sneri honum þrisvar í lófa sínum og ljet hann síðan i pottinn, Kerling- in glenti upp skjáina. »Hvað á að verða úr þessu?« ^ sagði hún. »Naglasúpa«, sagði flakkarinn og fór * að hræra í vatninu með þvörunni. »Naglasúpa«? sagði kerlingin. »Ójá, naglasúpa«, sagði flakkarinn. Margt hafði kerlingin sjeð og' margt hafði hún heyrt um sína daga, en aldrei hafði hún heyrt getið um það, að nokkur gæti eldað naglasúpu. Fað þótti lienni þörflist fyrir fátæklinga. Þá list sagðist hún fegin vilja læra af honum. »Hvað enginn girnist öllum lyrnist«, sagði flakkarinn. En ef hún vildi læra þá list, þá skyldi hún liorfa á, sagði hann, og svo lirærði hann í pottinum. Kerlingin seltist á hækjur sínar, með hendurn- t ar á hnjánum, og skotraði augunum, eftir því, sem » flakkarinn hrærði í pottinum. MÞessi súpa er vön að vera góð«, sagði hann. »En í þetla sinn verður lnin í þynnra lagi, þvi að í

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.