Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 39

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 39
UNGA ISLANDS. 39 jeg hef soðið sama naglann alla vikuna. En ef jeg liefði einn hnefa af sálduðu haframjöli, þá vœri hót l'engin við því böli«, sagði hann. »En ekki allt það fæst, sem er oss skapi næst!« Og síðan hrærði hann í með þvörunni. Kerlingin sagði að það gæti nú verið að hún liefði eitthvað mjölrusl. Svo fór hún og sótti það og það var bæði fínt og fallegt. Flakkarinn tekur að hræra, kerlíngin að glápa, ýmist á liann eða í pottinn, svo að augun ætluðu út úr henni. »t*að mætti bjóða gestum þessa súpu«, sagði hann og tók hvern hnefan á fætur öðrum og kastaði út á. »En ef jeg hefði nú einn salt- ketsbita og nokkrar kartöflur að láta ofan í, þá yrði þetta herramannamatur, hvað matvandir sem þeir væru«, sagði hann. »En aldrei allt það fæst, sem er oss skapi næst«. Og síðan lirærði hann í pottinum. þegar kerling hugsaði sig vel um, þá hjelt hún að lnin ætti fáeinar kartöflur; já og lnin lijelt að hún ætti eittlivað af kjöti lika; og allt þetta fjekk hún ílakkaranum. Hann tekur að hræra á ný og hún að glápa. »þetta verður matur, scm vel mætti bjóða stærilátustu höfðingjum«, sagði liann. »Aldrei hel' jeg nú vitað annað eins«, sagði kerlingin. »Og allt þetta af einum nagla«. Hann vissi lengra en nef hans náði, flakkarinn. Hann var ekki allur þar sem hann var sjeður. »Ef maður hefði nú hafl ögn af grjónum og svolitið mjólkurtár, þá gæti maður boðið sjálfum konginum að hragða; þvi að svona mat fær hann á hverju kvöldi«, sagði flakkarinn. Hann mátti

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.