Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 40

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 40
40 BARNABÓK vita það, því að liann hafðí verið i vist hjá mat- reiðslumanni konungsins, eftir því, sem honum sagðist. »Ekki nema það þó! að bjóða sjálfum konung- inum að hragða!« sagði kerlingin og sló á Iærið; henni óaði við, hvað flakkarinn var fínn. »En aldrei allt það fæst, sem er oss skapi næst«, sagði flakkarinn. Já, en hún átti eitthvað af grjónum, kerling- in og hún sagðist ekki heldur vera alveg mjólkur- laus, því að hezta kýrin hennar var nýborin— og svo fór hún og sótti hvorttveggja. Flakkarinn tekur að hræra, og kerlingin að glápa, ýmist á hann eða ofan í pottinn. I þessum svifum tók flakkarinn naglann upp úr. »Nú er fullsoðið og nú skulum við horða almennilega«, sagði hann. »En kongurinn og drottningin eru nú vön að fá sjereitteða tvö staup af brennivini og eina sneið af smurðu brauði með svona súpu. Auk þess hafa þau dúk á borðinu, þegar þau matasl«, sagði hann. »En aldrei allt það fæst, sem er oss skapi næst«. En nú var kerlingin orðin stórlát og fín líka, og ef það vantaði ekki annað til þess að vera al- veg eins og konungurinn. þá fannst lienni, það gæti verið gaman að hafa konungasiði rjett einu sinni og leika kong og drottningu við flakkarann. Hún noiður í skápinn í einu hendings kasti, kom svo með brennivinsflösku, staup, smjör og ost, kálf- steik og hangikjöt, svo að þetta varð prýðileg veizla á endanum. Aldrei hafði kerlingin átt svo goll alla sína daga, og aldrei liafði hún brngðað slíka súpu — og það af einum nagla. En þau átu

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.