Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 18
...... ... -iir/..'''‘>: t * 'íÉrr:‘ ‘II r i? i mi i n >l-1.* i . fggjSV': ■';'. .: ■ •;, ■ Sjómannadogurinn ó Akureyri Það eru nú liðin 25 ár ,síðan sjó- mannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Akureyri, eða í fyrsta sinni sunnudaginn 4. júní 1939, og þó að þetta sé ekki langt tímabil í heimssögunni, er ei að síður þess vert að hvarfla þúganum andartak til baka, og bregða upp skyndimynd af því sem dagurinn hefur að leggja til í bók minninganna á þessu tíma- bili. Hvenær hugmyndin um sérstakan sjómannadag fyrst skaut upp koll- inum, er ekki vitað, en hún mun vera nokkuð gömul, líklega litlu yngri en fyrsti maí sem hátíðisdag ur, en Reykvíkingar og Hafnfirðing- ar urðu fyrstir til þess að gera hug- myndina að veruleika, og þeim tókst það ágætlega. Það var árið 1938. Akureyringar voru þá ekki undir það búnir að hefjast handa sam- tímis höfuðstaðnum og kom þar ýmis legt til greina. Allt varð að sækja til annarra, s. s. farkost til róðrar- keppni, húsnæði til innnahúss skemmtana, leikvelli cg annað at- hafnasvið. Peningar voru einnig af mjög skornum skammti, og dró það vitanlega nokkuð úr. Að vísu mundu þeir peningar sem tefla þyrfti fram, koma aftur til baka ef þátttaka yrði góð, en á því var nokkur vafi. Margar raddir höfðu heyrzt, sem töldu það vera að bera í bakka- fullan lækinn að halda hátíðlegan sérstakan sjómannadag, nóg væri af háiíðisdögum samt. Að vísu dró nokkuð niður í þessum röddum, þegar það vitnaðist, að ekki ætti að taka vinnudag frá þjóðarbúskapn- um, en þetta og ýmislegt fleira varð til þess, að sjómenn á Akureyri kusu að bíða og sjá, hvernig þessari fyrstu tilraun reiddi af í höfuðstaðnum, og þegar það sýndi sig, að þátttakan þar varð mjög góð, og spáði vel fyrir áframhaldi, var ákveðið að efna til hátíðahalda á Akureyri næstkom- andi sjómannadag eða sunnudaginn 4. júní 1939 eins og áður segir. A Akureyri voru þá starfandi 3 félög, sem óhjákvæmilega hlytu að verða uppistaðan í slíkum mann- fagnaði, en þau voru: Skipstjórafél. Norðlendinga, Sjómannafélag Akur- eyrar og Vélstjórafélag Akureyrar. Þessi þrjú félög tóku höndum saman veturinn 1938—39 um það að halda sjómannadaginn hátíðlegan á Akureyri, og það eru þessi þrjú ié- lög sem ætíð síðan og ennþá, gang- ast fyrir þeim hátíða og skemmti- atriðum sem Sjómannadagurinn hef- ur haft og hefur upp á að bjóða. Það var á öndverðum vetri 1939 að áður nefnd þrjú félög kusu 5 manna nefnd frá hverju félagi til að vinna að framkvæmd fyrsta Sjó- mannadagsins á Akureyri. Fyrsta sjómannadagsráð var þannig skipað 15 mönnum, og að sjálfsögðu þeim, sem bezt var treyst til góðra átaka í málinu, en þeir voru þessir: Frá Skipstjórafélagi Norðlendinga: Guð- mundur Guðmundsson, Þorsteinn Stefánsson, Benedikt Steingrímsson, Eggert Kristjánsson og Gísli Jó- hannsson. Frá Sjómannafélagi Akur- eyrar: Kristján Stefánsson, Gunnar Sigtryggsson, Ólafur Þórðarson, Stefán Kristjánsson og Tryggvi Helgason. Og frá Vélstjórafélagi Akureyrar: Jón Arnason, Tryggvi Gunnlaugsson, Friðþór Jakobsson, Eggert Ólafsson og Kristján Kristj- ánsson. 4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.