Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 20
gætu tekið þátt í hátíðahöldunum, enda útlit fyrir gott veður. Sam- kvæmt dagskránni byrjuðu hátíða- höldin með hópgöngu sjómanna klukkan 10 árdegis, og jafnframt voru fánar dregnir að hún víðast í bænum og á skipum í höfninni ásamt merkjaflaggaskreytingu þeirra sem þau áttu. Gangan hófst á Höefners- bryggju, og var gengið undir þjóð- fánum og félagsfánum með lúðra- sveit í fararbroddi norður Hafnar- stræti og Brekkugötu, austur Gránu- félagsgötu, suður Sjáfargötu og vestur Strandgötu á Ráðhústorg. Þar hafði verið komið fyrir ræðu- stól, og flutti séra Friðrik Rafnar vígslubiskup þar sjómannamessu og karlakórinn Geysir annaðist sönginn fyrir og eftir prédikun með ágætum. Kl. 2 síðdegis voru svo skemmti- atriði við höfnina og var hópast saman á Torfunefsbryggju. Auglýst- ur hafði verið keppnisróður 6 skips- hafna, en þær gátu ekki allar mætt, og varð því að byggja upp aðrar í staðinn. Lausnin varð sú að félögin þrjú sem að hátíðahöldunum stóðu, lögðu til sitt róðrarliðið hvort. Róið var frá norðurkanti á innri bæjar- bryggjunni á móts við miðja Torfu- nefsbryggju, og mun þetta vera eitt- hvað á níunda hundrað metra, og því veruleg þolraun fyrir óvana ræð- ara. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á bryggjunni, til að horfa á kappróðurinn. Þetta var nýjung sem fæstir höfðu áður horft á, og hugs- uðu til með miklum spenningi, sumir að minnsta kosti. Sérstaklega mátti heyra mikil hróp og köll og eggjun- arorð frá yngri kynslóðinni, sem aldrei hafði séð annað eins. Til þess að fólkið væri á því hreina með, hvað væri að gerast hverju sinni, var Halldór Asgeirsson þá slátur- hússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga fenginn sem kallari, enda þá orðinn vel kunnur sem slíkur, því maður- inn var rómsterkur svo að af bar. Náðst hafði í allmikinn kallara eða trekt (megafón) sem hann bar upp að munninum og hrópaði þar í frétt- imar, sem heyrðust ágætlega í þá átt, sem trektinni var beint. Raf- knúin kalltæki voru þá ekki til á staðnum og þar af leiðandi ekki um annað að ræða. Að róðrarkeppninni lokinni sýndu skipverjar á m.s. Guðsþjónusta á Ráðhústorgi á Akureyri 1. Sjómannadaginn. væntanlegan ágóða af starfseminni, en björgunarskútan vann sigur og hélt honum óslitið, eða því sem næst, þar til skútan var byggð og fjármál hennar gerð upp. Þetta skip er nú eitt af strandvarna- og björgunar- skipum þjóðarinnar, er undir stjórn Skipaúgerðar ríkisins, og heitir Al- bert. Og svo kom þessi langþráði dagur sunnudagurinn 4. júní 1939. Aug- lýsingar höfðu verið festar upp víðs- vegar í bænum, og jafnframt birtar í blöðunum, svo að allir vissu hvað fara átti fram. Þeim veiðiskipum sem fjarverandi voru, en áttu þess kost að ná heim í tæka tíð, var stefnt til Akureyrar, svo að áhafnir þeirra Eggert Ólafsson segir brandara við Sesselju Eldjárn. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.