Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 27
með landfólkinu, sem svo fékk leyfi til að æfa sig nokkrum sinnum fyrir keppnina. Urðu sjómannafélagið, véístjórafélagið, skipstjórafélagið, vélsmið j nrnar, slysavarnaf élagið, útgerðarfélagið og fleiri til að leggja fram lið sitt, þegar svo bar undir. Ennfremur hafa drengjasveitir ver- ið þátttakendur nokkrum sinnum, en þeir hafa róið öðrum bátum og léttari. Allsnemma fóru róðrarsveitir að kvarta um, að vegalengdin væri of mikil, þannig að óvanir ræðarar ættu á hættu að ganga fram af sér í keppn- inni, sem gæti valdið heilsutjóni, og þess vegna nauðsynlegt að vega- lengdin væri stytt. Þetta var tekið til greina, vegalengdin var stytt um helming, eða í 500 m, og hefur verið það síðan. I sambandi við róðrarkeppnina hefur tvívegis verið sýnd björgun í björgunarstól og þótti takast vel. — Sýningar þessar voru framkvæmdar af skipverjum á ms. Ester og ms. Drang. Fyrsta atriði Sjómannadagsins á Akureyri hefur ávallt verið að hlýða á sjómannamessu, sem prestar safn- aðarins hafa flutt í kirkjunni, að undanskildum tveim þeim fyrstu, en þá var messað á Ráðhústorgi, eins og áður segir. Mjög fúslega hafa prestarnir jafnan beint orðum sínum sérstaklega til sjómannanna þennan dag með árnaðaróskum og fyrirbæn- um, sem bæjarbúar hafa reynt að endurgjalda með góðri kirkjusókn þann dag. — Lengi framan af var kirkjugangan hafin með hópgöngu þeirra sjómanna, sem í landi voru hverju sinni, og áttu þess kost að vera með. En 1951 var sú siðvenja lögð niður, aðallega vegna þess, að kappróðurinn og eftirfylgjandi dans- skemmtun kvöldið á undan, drógu svo úr atorkunni, að hópgangan varð fámenn. Gátu bæjarbúar upp frá því hagað kirkjugöngu sinni eftir geð- þótta, og kannske var það líka betra. Iþróttirnar og þau skemmtiatriði, sem sjómannadagsráðið hafði auglýst hverju sinni, fóru svo fram eftir há- degið. Fyrst í höfninni, eins og áður hefur verið greint frá, og úti á Gler- áreyrum, ásamt ýmsum innskots- þáttum til gamans, s. s. söng karla- kóranna og lúðrasveitarinnar o. fl. Seinna færðist athafnasvæðið á flöt- ina sunnan sundlaugarinnar, eða á hátíðasvæðið, sem hér er kallað. Var það ólíklegt þægilegra að geta fram- kvæmt íþróttir dagsins svo til á sama stað. Knattspyrnan fór að vísu fram á íþróttavellinum á Gleráreyrum, þar til hún var tekin af dagskránni, en það var árið 1955. Orsökin var eink- um sú, að mjög erfitt reyndist að fá lið til að keppa, engir sjómenn þótt- ust til þess færir. Einnig mun hafa ráðið miklu, að með bættum skil- yrðum til íþróttaiðkana og auknum kappleikjum milli landshluta, varð þessi íþrótt það algeng, að ekki yrði að vænta mikillar aðsóknar að keppni óvaninga, sem lítið gaman væri að horfa á. Þess í stað var reynt að viðhafa meiri fjölbreytni í gamninu, við laugina og sunnan hennar. Mátti þar stundum líta marga spaugilega til- burði, s. s. í pokahlaupi, nagla- og nálþráðaboðhlaupi, og ýmsu fleiru af líku tagi, sem fólkið virtist hafa mikið gaman af. Mun óhætt að full- yrða, að engum hafi hingað til fund- ist hann fara vonsvikinn af úti- skemmtisamkomum á Sjómannadag- inn á Akureyri (þegar undantekinn er dagurinn 1958, en þá féllu allar útiskemmtanir niður). Dansleikirnir og inniskemmtan- irnar hafa farið fram í fjórum sam- komuhúsum hér í bænum, sem öll hafa fúslega verið til reiðu, ef ekki var búið að ráðstafa þeim áður. — Fyrstu árin var það samkomuhús bæjarins, þar til því var breytt í kvikmyndahús. Hin húsin eru Hótel KEA, Hótel Norðurland, sem er sama húsið og nú heitir Hótel Varð- borg, og Alþýðuhúsið. Þetta eru ágætis samkomuhús að öðru leyti en því, að þau hafa reynzt heldur lítil, þannig að seinni árin hefur Sjó- mannadagurinn oftast haft tvö þeirra í gangi samtímis, og það oft bæði kvöldin, laugardags- og sunnudags- kvöld, eftir að tekið var upp á að hafa róðrarkeppnina á laugardags- kvöldi, og hefur þó oftast ekki veitt af. Auðvitað þótti þetta alveg sjálf- sögð viðbót við allt hitt gamanið. Þess er áður getið að Sjómanna- dagurinn á Akureyri hóf starfsemi sína með því, að tileinka væntanleg- an tekjuafgang dagsins björgunar- skútu Norðurlands. Sú söfnun stóð til ársins 1951, en þá var hafin bygg- ing þessa skips. Arið 1952 varð því eins konar millibilsþáttur í starfsem- inni, og leiddi til þess, að fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, sem þá var langt á veg komið, var ánafnaður tekjuafgangurinn það ár, og afhent- ur. Var það gert til þess að flýta fyrir því, að sjúkrahúsið gæti tekið til starfa, en á því var talin mikil þörf. Upphæðin var rétt um 26 þús. krónur. Næstu tvö árin rann tekjuafgang- urinn að mestu aftur til björgunar- skútunnar, eða þar til lokagreiðsla fór fram, en það var árið 1954. Síðan hefur verið safnað í sjóð til dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem stofnsettur hafði verið allmörg- um árum áður, og liggja þeir pen- ingar nú í sjóðbókum peningastafn- ana hér á Akureyri, aðgengilegir, þegar þar að kemur. Samkvæmt stefnuskrá Sjómanna- dagsins, sem meðal annars hefur að geyma þau ákvæði, að sýna beri heiðursvott þeim sjómönnum, sem af alúð og kostgæfni hafa helgað sjó- sókn og sjómennsku alla krafta sína, en sökum aldurs eru hættir þeim störfum. Hefur sjómannadagsráðið látið gera heiðursmerki í þessu skyni og er það æðsta merki samtakanna. Merki þetta hefur til þessa verið veitt 9 öldruðum sjómönnum, sem allir hafa átt og eiga heima á Akur- eyri. Nöfn þeirra eru þessi: Eiður Benediktsson, skipstjóri. Stefán Magnússon, sjómaður. Stefán Jónasson, skipstjóri. Axel Björnsson, vélstjóri. Jóhann Guðmundsson, sjómaður. Kristján Kristjánsson, sjómaður. Aðalsteinn Jónsson, vélstjóri. Gísli J. Eyland, skipstjóri. Egill Jóhannsson, skipstjóri. Ennfremur hefur skrautritað heið- ursskjal verið afhent fyrir frækilega björgun skipsfélaga í vondu veðri á Halamiðum. Móttakandinn var Ól- afur J. Aðalbjörnsson, sjómaður, Ak- ureyri. Hér að framan hefur verið brugðið upp skyndimynd af starfsemi Sjó- mannadagsins undanfarin 24 ár, og drepið á það helzta, sem borið hefur við í sambandi við daginn á þessu SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.