Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 32
Medusu, en frásagnir eru margar og samhljóða. Þegar skipið tók fyrst niðri, tóku sjómennirnir að elta Richefort og vildu kasta honum fyr- ir hákarlana. Yfir menn gerðust upp- stökkir, einn þeirra sló Carolinu Picard. Þá hélt faðir hennar ræðu- stúf yfir skipverjum og benti þeim á hverjir raunverulega væru sekir um strandið. í þrjá daga héldu allir til í hinu strandaða skipi. A þeim tíma hefði vissulega átt að vera hægt að gera skynsamlegar ráðstafanir um björg- un. I staðinn fyrir það var rifizt, slegizt og drukkið, óöld magnaðist. Stormur skall á. Hið stóra stýri losn- aði að nokkru leyti og skelltist síðan fram og til baka, þar til það gróf sig inn í hinn sterka byrðing fyrir neðan sjólínu og sat þar fast, smátt og smátt fór skipið að brotna. Undirbúningsráðstafanir Le Cau- mareys til þess að láta yfirgefa skipið voru met í stjórnleysi. Schmaltz landstjóra og öðrum þeim, sem gátu rutt sér til rúms, voru fengin völd yfir hinum sex björgunarbátum. •— Þeir gátu tekið samtals 250 menn. Schmaltz gætti þess, að bátur hans fengi yfrið nóg af vistum, en útbún- aður hina bátanna var mjög lélegur. Le Chaumareys læddist frá borði, með lagskonu sína og valdar vínteg- undir. Hneykslanlega fáir menn voru í hinum þægilega útbúna báti land- stjórans, en sjómenn, sem syntu að honum og reyndu að komast upp í hann, voru reknir burtu með brugðn- um nverðum. Ekkert rúm fékkst fyrir f jölskyldu Picards í bátunum, hún var skilin eftir um borð í hinu sökkvandi skipi. En hinn úrræðagóði lögfræðingur þreif þá tinnubyssu og hótaði að skjóta hvem einasta mann í bátn- um, sem næstur var skipinu, ef hon- um og fólki hans yrði ekki veitt við- taka. „Sjómennirnir nöldruðu, en þorðu ekki að standa á móti,“ skrif- aði ungfrú Picard, „og tóku við allri okkar fjölskyldu. I henni voru fjög- ur börn, stjúpmóðir okkar, frænka mín, Carolina systir mín, faðir minn og ég.“ Að lokinni hleðslu bátanna vant- aði báta fyrir 163 menn og hina lífs- reyndu herkonu. Örlög þeirra sneru sögu Medusu, er hingað til hafði ver- ið saga flónsku og slysa, í sögu ó- trúlegra skelfinga. Ákveðið hafði verið að gera fleka, nægilega stóran til þess að rúma vist- ir og þá farþega, sem ekki kæmust í bátana, síðan átti að draga hann til lands, um það bil 50 mílna vega- lengd. Flekinn var gerður úr mast- ursstöngum, rám og plönkum og bundinn saman með köðlum. Þegar hann var fullgerður, var hann tæp- ast hæfur til ferðarinnar. Hann var um 65 fet á lengd og 23 fet á breidd. Lesandinn gæti því álitið stærðina næga, en hvorki fram- né afturhluti flekans gátu fleytt neinum veruleg- um þunga. Þegar 147 manns höfðu hrúgast á flekann, hafði hann sigið þrjú fet niður fyrir yfirborð sjávar undan þunganum, dýpra seig hann ekki, 17 drukknir farþegar og skip- varjar voru skildir eftir vegalausir í hinu strandaða skipi. Ætlunin var að bátarnir drægju hinn klunnalega fleka, hlaðinn 147 mönnum, sem stóðu uppréttir í 3ja feta sjó. Dráttartaugin slitnaði þó von bráðar af einhverri ástæðu. — Þegar svo var komið, daufheyrðust landstjórinn og Le Chaumareys al- gerlega við öllum bænum fólksins um frekari aðstoð og héldu hinum þægilega útbúnu bátum sínum heil- um til hafnar í St. Louis. Flekinn var nú í rúmsjó, kaðla- laus, kortalaus, sjóakkeri var ekkert og vistir engar nema smávegis af sjóblautu kexi, lítið eitt var til af drykkjarvatni og einn kompás, sem tapaðist í sjóinn fljótlega. Nokkrir kaggar fyrirfundust þó af víni. Fyrstu nóttina drukknuðu 20 menn og flekinn lyfti sér betur. — Næstu nótt komust nokkir hermenn að þeirri niðurstöðu, að ef þeir ættu að deyja, þá gætu þeir alveg eins dáið hamingjusamir. Þeir brutu því upp vínkagga og urðu hræðilega drukknir. Er svo var komið, gerðu þeir uppreisn. Þetta hlýtur að hafa verið ein viðbjóðslegasta viðureign, sem um getur. Örfáir, ódrukknir menn standandi hnédjúpt í sjó í bar- daga við grúa ölóðra uppreisnar- seggja. Meðan á bardaganum stóð var konunni, sem tekið hafði þátt í styrjöldum Napoleons, fleygt í sjó- inn. Correard vélfræðingur stakk sér í sjóinn og bjargaði henni. Þegar hann hafði komið henni fyrir upp við tunnu, sagði hún: „Eg er mjög nytsöm kona, ég hef tekið þátt í mikl- um og dýrðlegum styrjöldum.“ í hildarleiknum um nóttina létu að minnsta kosti 60 menn lífið. Þeg- ar komið var fram yfir hádegi voru margir hinna 67, sem á lífi voru, orðnir óðir af þorsta og hungri, eftir að hafa reynt að éta leðurbelti, sem sverð þeirra héngu við, réðust þeir að dauðum manni, sem lá á milli trédrumba á flekanum. Um þetta skrifaði einn þeirra, sem af komst af flekanum á þessa leið: „Oss hryllir við að segja frá því, sem vér gerðum. Vér missum penn- ann úr hendi vorri, dauðans kuldi fer um alla vora limi og hárin rísa á höfði voru.“ Eftir fyrsta áfallið varð mannátið að vana. Á fjórða degi voru aðeins 48 manns eftir lifandi á flekanum. Þá um nótt- ina brauzt út önnur uppreisn, ítalsk- ir, spænskir og afríkanskir hermenn réðust á yfirmenn úr flotanum. Átján létu lífið í þeirri orrahríð, margir særðust. Aftur var herkonunni fleygt í sjóinn og aftur var henni bjargað af yfirmönnunum. Á sjöunda degi voru aðeins 27 menn lifandi á flekanum. Vínbirgð- irnar voru nú kannaðar og síðan komizt að þeirri niðurstöðu með köldu blóði, að ekki fleiri en 15 menn gætu komizt af. Nefnd var stofnuð til þess að skoða sár allra, sem lifandi voru á flekanum, og til þess að ákveða, hverjum skyldi kast- að fyrir borð, 12 þeirra, sem verst voru særðir, var kastað fyrir há- karlana, þeirra á meðal var herkon- an. Þegar flekinn var laus við mestan hluta þungans, sem á honum hafði hvílt, flaut hann vel á sjónum, og hinir 15 menn, sem á honum voru lifandi, bárust með honum um sjó- inn, hvern kvaladaginn eftir annan. Þeir fundu nokkra hvítlauka, sítrón- ur og eitthvað af tannsápu hingað og þangað á flekanum. Stundum náðu þeir í flugfisk, sem þeir blönduðu saman við mannakjöt til að bragð- bæta það. Á þennan hátt lifðu þeir í 13 daga, en voru þá teknir um borð 1 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.