Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 34
Torfumyndanir fiska Tilhneiging margra fisktegunda til að safnast saman og halda sig í stór- um torfum, er til mikils hagræðis fyrir fiskimenn og mörg rándýr. — Fiskitorfa er ekki aðeins fjöldi fiska í einum hópi, hún er skipuleg heild. Fiskarnir í torfunni eru bundnir sterkum hegðunarböndum. Fiskar í torfu hafast ekki aðeins við nálægt fiskum sömu tegundar líkt og marg- ar fisktegundir gera. Þeir eru oftast í ákveðinni afstöðu hver til annarra, þeir synda saman, breyta um stefnu saman og flýja saman, allir gera það sama á sama tíma. Torfan er eins og óhemju stórt dýr, sem hreyfist eftir krókóttri leið í sjónum. Engir sérstakir forustufiskar ráða ferðum fiskitorfu. Fremstu fiskar í torfu skipta oft um stað við fiska, sem aftar eru. Þegar fiskitorfa breyt- ir snögglega um stefnu til hægri eða vinstri, verða hliðarfiskar íremstir, en fiskar, sem áður voru fremstir, verða hliðarfiskar. Fjarlægð milli fiska í torfu getur verið mismunandi og einstakir fiskar kunna stundum að synda með mismunandi hraða, einkum ef torfan er á lítilli ferð og lauslega mynduð, en ef styggð kem- ur að torfunni, þjappar hún sér sam- an samstundis, bil milli fiska verða jöfn og öll torfan leggur á flótta. Jafnvel þó að milljónir fiska séu í torfu, eru allir fiskarnir af svipaðri stærð. Hraði torfu stórra fiska er meiri en hraði torfu smárra fiska. Fiskar sömu tegundar hafa því til- hneigingu til að greinast sundur og skipa sér í torfur eftir stærð og aldri. Torfur eru margvíslega lagaðar og venjulega þrívíðar. Sumar skænis- þunnar og aðrar þykkar. Ur lofti geta þær virzt ferkantaðar, spor- öskjulagaðar eða ósköpulegar. Sum- ir fiskar mynda torfur, sem eru ein- kennandi fyrir tegundina. Auðvelt er að þekkja Menhaden-síldina úr lofti, torfur hennar hreyfast í sjón- um líkt og skuggi risastórrar am- öbu, þær breyta oft um stefnu, en slitna ekki í sundur. Hraðinn, hinn samstilltu viðbrögð og hið jafna og stöðuga bil milli fiska í torfu líkist því, að eitthvert mið- stjórnarkerfi stjórni hegðun fisk- anna og sendi t. d. öllum fiskum torf- unnar boð um að breyta stefnu sam- tímis. Vitanlega er þó engin slík miðstjórn hér að verki. Ekki er held- ur hægt að skýra hegðun fiskanna með því að þeir séu að bregðast þannig við áhrifum umhverfisins. — Fiskar, eins og önnur dýr, bregðast við áhrifum fæðu, birtu o. fl. Astand umhverfisins útskýrir þó ekki hinar háþróuðu hreyfingar torfufiskanna tímum saman og dag eftir dag. Hið stöðuga skipulag fiskitorfu, sem stenzt mjög breytilegt ástand um- hverfisins vekur þá hugsun, að skipulagið sé undir stjórn innri afla. Eðlishvöt er handhægt orð til út- skýringar á torfumyndun fiska. Það þýðir, að fiskarnir safnist saman í torfu ósjálfrátt. Þessi skýring skýrir ekki mikið, jafnvel þó sagt sé að hegðunin sé meðfædd, einkennandi fyrir tegundirnar og ekki áunnin. Mörg dýr hegða sér á sérstakan hátt, sem er einkennandi fyrir viðkom- andi tegund. Gagnlegt er að gera samanburð á hegðun skyldra teg- unda, þrátt fyrir þann samanburð Síldartorfa ljósmynduð af Ron. Church nálægt San Disgo í Kaliforniu. Úr mest allri síld, sem veiðist á Kyrrahafi, er unnið lýsi og mjöl. Síldartorfan stefndi áður beint á ljósmyndavélina, er nú byrjuð að sveigja. Hvað kemur fiskum sömu tegundar til að safnast saman og mynda torfu? Reynt er að afla upplýsinga um þetta með athugunum á hegðun uppvaxandi fiska í sjóbúrum. 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.