Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 35
Torfa Mulletfiska. Myndina tók Jerry Greenberg nálægt strönd Flórída. í sjónum við Flórída er þessi fiskur algengur. Fisktegund þessi er útbreidd í Suður-Atlantshafi. er mikilvægum spurningum ósvarað. Skýringu vantar á hinum samstilltu hreyfingum fiskanna í torfu. Um- fram allt þarf að athuga hegðun hins uppvaxandi ungviðis. Aukinn þroski skilningarvitanna hefur í för með sér breytt viðhorf og samband við um- hverfið. A vaxtarskeiði einstaklings- ins mótast lífsvenjurnar. — Saga þroskaskeiðsins geymir því þræði, sem leitt geta til aukinnar þekkingar á því hvað það er, sem stjórnar við- brögðum einstaklingsins félagslega og gagnvart umhverfinu. Fram að þessu hafa athuganir á torfumyndun fiska leitt í Ijós, að viðfangsefnið er flókið og torráðið. Auking þekking á hvernig fiski- torfur myndast, kann að leiða til þekkingar á hvers vegna fiskar safn- ast saman og mynda torfur. Athug- anir eftir öðrum leiðum hafa ekki leitt í ljós, hvaða tilgangi hin há- þróaða félagslega hegðun þjónar til viðhalds þeim tegundum, sem hana hafa tileinkað sér. Við rannsókn á Bahamaeyjum, Bermudaeyjum og á stofnunum í Woods Hole Mass. hef ég reynt að auðvelda viðfangsefnið með því að gera rannsóknir og athuganir á fisk- um á tilraunastofum. Flestir torfu- fiskar byrja æviskeið sitt í svifi, egg- in berast um sjóinn umhirðulaus og yfirgefin af torfunni, sem hrygndi þeim og frjóvgaði. Eggin verða að seiðum og smáfiskum, sem fara að synda og halda áfram að vaxa, loks safnast fiskamir saman í torfur. — Æskilegt' væri að geta fylgzt með þeim á þessu tímabili ævinnar. Eina leiðin til að ná í smáseiði í sjónum er að safna þeim í svifnet, en við það kemur truflun á eðlilega hegðun þeirra. Utirannsóknir mínar hafa því takmarkast við þær tegundir seiða, sem hægt hefur verið að ná í nærri landi. En seiðin eru svo ör- smá, að mikilvægustu áfangarnir á þroskaferli þeirra sleppa við rann- sókn í náttúrlegu umhverfi. I sjónum nálægt Codhöfða hef ég sérstaklega athugað tvær tegundir silfurfiskseiða (Menedia). Að áliðnu vori og snemma sumars hrygna þess- ir fiskar. Eggin festast með lím- kenndum þráðum við kletta og stofna sjávargróðurs. Þegar seiðin klekjast út, eru þau aðeins um 5 millimetra löng og verða þá hluti af svifinu. Þrátt fyrir mikla leit, hef ég aldrei fundið þessi litlu seiði í rúmsjó. Þegar þeir eru orðnir 7 mm og lengri er auðveldara að finna þau í svifinu. Eg hef séð 7—10 mm seiði í hópum hingað og þangað, en þau voru ekki í torfum og sýndu enga tilburði til torfumyndunar. Þegar þau eru orðin 11—12 mm sjást þau fyrst vera að fylkja liði og mynda torfur 50—60 seiða. Sumarið 1960 sáum við um 10,000 af þessum örlitlu fiskum í svifinu í grænum sjó ná- lægt Woods Hble. Við söfnuðum mörgum þeirra. Jan Hahn frá hafrannsóknarstofunni í Woods Hole tók þessa mynd úr lofti. Myndin sýnir torfu Menhaden-síldar í Langeyjarsundi (Long Island Sound), í Menhaden-torfu geta verið allt að 1 milljón síldar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.