Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 36
Seiði og ungfiskar læra og æfa samstilltar hreyfingar og torfuhegðun á uppvaxtarskeið- inu. Nýútklakið seiði 5 il 7 mm langt (efst) nálgast höfuð, sporð eða hlið annars seiðis. Þegar bil milli þeirra er 5 mm flýja bæði, 8—9 mm seiði (miðmyndin) synda snöggvast samhliða, ef annað nálgast sporð hins. Þegar lengdin er orðin 9 til 10,5 mm (neðsta mynd) nálgast annað seiðið oftast sporð hins, þau synda þá samhliða í 5—10 sekúndur. Seinna synda þau stutta stund saman og fleiri bætast í hópinn. Af athugunum má ráða, að torfu- myndun hefjist, þegar seiðin hafa náð ákveðinni lengd. Við gátum samt ekki séð í hinu náttúrlega um- hverfi, hvort torfumyndun hefst smám saman eða hvort hún gerist skyndilega. Þess vegna fórum við að ala upp 1000 seiði úr hrognum silfur- fiska (Menedia). Við settum seiðin í hringlaga sjóbúr. Við höfðum séð, að torfur vilja riðlast í hornum fer- kantaðra íláta. Seiðin athuguðum við í spegli við stöðuga birtu, örugg vissa fékkst fyrir því, að seiði upp- alin á tilraunastofu fóru að safnast í torfu, þegar þau voru orðin ámóta stór og þau smæstu, sem sést höfðu saman í torfu í sjónum. Stöðugar athuganir á tilraunastofu sýndu, að torfumyndun þróast á sér- stakan einkennandi hátt. Nýútklakið seiði, 5—7 mm langt, nálgaðist höf- uð, sporð eða hlið annars seiðis, þeg- ar bilið milli þeirra var um 5 mm flýtti það sér burtu, 8—9 mm seiði nálgaðist sporð annars seiðis, þegar bilið milli þeirra var 1—3 cm syntu þau samhliða í stefnu í 1 eða 2 sek- úndur. Ef seiðin nálguðust höfuð hvers annars, flýttu þau sér bæði burt, sitt í hvora áttina, 9 mm seiði nálgaðist venjulega sporð annars seiðis og bæði syntu samhliða í 5 eða 10 sek. Þegar seiðin höfðu náð 10 til 10,5 mm lengd nálgaðist annað seiðið sporð hins, bæði seiðin íitr- uðu að endilöngu, að því búnu syntu þau tvö í lest eða samhliða í 30—60 sek. Stundum bættust 3 eða 4 seiði í hópinn og vísir að torfu var sjáan- legur. Þátttaka seiða jókst upp í 10, þegar lengd þeirra var orðin 11—12 mm. Bil milli fiska var frá 10 til 35 mm og torfan alllaus í böndunum. Þegar seiðin voru orðin 14 mm var bil milli seiða 10—15 mm og ekki eins breytilegt og áður, minni rugl- ingur átti sér stað í torfunni. Torfumyndun byrjar því með sam- skiptum tveggja örsmárra seiða. Þeg- ar þau eldast og stækka nálgast þau ekki lengur höfuð hvors annars, ann- að seiðið nálgast þá fyrst sporð hins. Bæði seiðin fara nú að synda sam- hliða í stað þess að flýja hvort ann- að. Vaxandi fjöldi slæst í hópinn til myndunar torfu, sem er á byrjunar- stigi. Þegar litið er á hinn mikla fjölda torfufiska, bæði í sjó og vötnum, virðist torfan vera mikilvæg aðlögun, en þrátt fyrir það hefur engum þeirra manna, sem stundað hafa rannsóknir á torfulífi fiskanna tek- izt að sanna hvers vegna torfumynd- un sé árangursrík. Rannsóknir á fiskitorfum hafa vakið fleiri spurningar en tekizt hef- ur að svara, en rannsóknirnar eru farnar að benda til þess að vænta megi árangurs í íratmíðinni. (Ofanritað er ágrip af grein eftir Eve- lyn Shaw, sem kom út i Scientific Ameri- can í júní 1960). Grímur Þorkelsson. 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.