Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 56

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 56
Sjóferð á sfyrjaldartímum Heimsstyrjöldin síðari hafði geys- að í rúmlega ár, komið fram í nóvem- ber veturinn 1940. Höfðum við siglt látlaust frá haustinu áður og vorum við nú staddir í Fleetwood í 15 sölu- ferðinni frá áramótum. Lokið var löndun og höfðum við verið með fullfermi. Var búizt til heimferðar, tekið var eins mikið af kolum og frekast var hægt og til þess að lestin nýttist sem allra bezt, voru lestar- borðin látin aftur á bátaþilfar og gengið frá þeim þar eins vel og hægt var. I þetta skipti var ætlunin að halda á stað heimleiðis. Síðdegisflóð var um kl. 17. Tíðarfar hafði verið nokkuð risjótt að undanförnu. Þenn- an dag var vindur af norðvestri og gekk á með éljum. I þessari ferð var hinn eiginlegi skipetjóri í fríi, en fyrsti stýrimaður gekk í hans stað. Hásetar sigldu til skiptist og voru aðeins þrír hásetar í þessari ferð, en svo hafði verið frá því að styrjöldin brauzt út. Síðasta verk, svo skipið teldist sjó- klárt, var að setja björgunarbátana í davíðarnar, þannig að þeir væru tilbúnir til sjósetningar á sem allra skemmstum tíma. Var þessu lokið er við komum út að Lune-bauju, en frá þeim stað var stefnan sett fyrir Ile of Maine. Eitt af þeim ákvæðum, sem giltu á stríðsárunum, var að ekki mátti sigla innan landhelgi Englands eftir sólsetur. Allir vitar voru með mink- uðu ljósmagni, og er ólíku saman að jafna, hvað siglingaröryggi snertir, eða þegar allir vitar eru með fullu ljósmagni; radíóvitar á hverju strái, sem svo má að orði kveða. Við höfð- um þann hátt á að sigla með deifð mislitu ljósin og bláleita týru sem afturljós. í skipalestum sást ekki glæta, utan hvað á skut var höfð bláleit týra. A öllum stærri skipum var útbúnaður þannig, að ekki var hægt að opna hurð öðruvísi en að um leið og hurðin fór að hreyfast, dóu ljósin í viðkomandi vistarveru. Þannig var allt gert til þess að skip- in vektu sem allra minnsta athygli óvinanna. I landi var þessu eins hátt- að, hvergi var ljósglæta og voru þung viðurlög, ef út af þeim reglum var brugðið. I þetta skipti hlutum við að fara fram hjá Isle of Maine í myrkri, og þess vegna var stefna sett fyrir vest- an eyjuna. Ekki man ég eftir, að við hefðum farið þá leið áður. Þennan eftirmiðdag hafði neyðarskeytum frá sökkvandi skipum rignat yfir, eins og almennum skeytum á friðartím- um, eftir sögn loftskeytamannsins, og voru þessi skip flest stödd vestan og norðan Irlands. A íslenzkum togurum voru sendi- tæki innsigluð og þau mátti ekki nota nema í neyðartilfelli. Ekki man ég eftir því, að nokkur kvíði væri í mönnum, þrátt fyrir allar þær ógnir, sem styrjöld hlýtur alltaf að hafa í för með sér. Seinna komst það á, að tvö skip sigldu alltaf í samfloti, og þótti mönnum það mikið öryggi. Einn af eldri mönnunum, þaul- reyndur sjómaður, einn af þeim mönnum, sem hófu sjómennsku um fermingaraldurinn, lét þau orð falla, að sér þætti nú hlaðið til þess ýtr- asta til Islandsferðar í skammdeg- inu. Heldur hvessti er leið á kvöldið, þó ekki meir en svo, að áfram var haldið með fullri ferð. Öðru hvoru tók dallurinn óþyrmilega framan yf- ir og hvarf stundum björgunarflek- inn, sem staðsettur var á togvírun- um. En þeir voru strengdir í gegnum polla og gálga og aftur í trollið. Voru skiptar skoðanir á því, hversu heppi- legur staður þessi væri, ef nota þyrfti flekann. Seinna var sett rennibraut á bátaþilfar fyrir þetta björgunar- tæki. Hægt gekk á þessari fyrstu vakt. Eftir miðnætti fór veður batnandi, hélzt gott fram eftir næsta degi, og gerði logn og sólskin eftir hádegið. Voru menn á rölti eftir hádegismat- inn og höfðu setzt á fremstu lúguna, og rætt var um daginn og veginn (eins og sagt er). Allt í einu birtist loftskeytamaður- inn, sem annars var nú þaulsætinn í sinni vistarveru. Var nokkuð loft í karli og bauð hann mönnum jafnvel í glímu, ef einhver þyrði. Ekki voru menn í keppnisskapi, svo að þannig fór, að loftskeytamaðurinn tók að sýna lipurð sína með því að flá kött, sem kallað er, ásamt ýmsum öðrum tiltækjum. Háseti, sem þarna var staddur, sagði það leggjast illa í sig, þegar menn væru með slík ærsl til sjós og ætti það ábyggilega eftir að koma fram síðar, og taldi alveg ör- uggt, að við hlytum að fá vont veður á heimleiðinni. Þegar leið að þrjú kaffi dró fyrir sól, og þegar menn höfðu fengið sér kaffisopa fórum við, sem áttum frí- vakt, að leggja okkur. Um vaktar- skiptin vorum við komnir út fyrir Rothlín, en svo nefnist klettaeyja utar í írska kanalnum. Farið var að vina af norðvestri. Var nú breytt af venjulegri leið og haldið út með Ir- landi. Skipti það engum togum, að við erum rétt nýkomnir á vakt, að komið er rok, og gekk á með éljum. Sjólag var mjög slæmt á þessum slóðum, straumur mikill og víða merkt grunnbrot á sjókortum. Líður nú fram vaktin. Skipstjóri er uppi. Á ýmsu hafði gengið, dall- urinn iðulega lunningarfullur og heldur seint sóttist ferðin. Seinni- part vaktarinnar hafði veðurhæð enn aukizt og var skipstjóri að hringja á hæga ferð, er brotsjór ríður yfir skipið. Brotnuðu allar rúður í brú, utan ein, en hún hafði verið niðri. Þegar flætt hafði út úr brúnni og farið var að athuga skemmdir, kom í ljós, að ventlar á fírplássi og í véla- rúrni höfðu sópazt burtu, dældast hafði skorsteinn, af bátaþilfari var 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.