Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 25
stund. Leit ég nú frameftir skipinu og sá ég þá, að kviknað hafði í þilfarsplönkunum á hvalbaksdekk- inu, svo það hlaut að hafa komið skot á skipið þar. Stýrimaðurinn kom aftur upp að vörmu spori og sagði hann mér að koma og stýra skipinu frá neðri brúnni, því þar væri minni hætta. Fluttum við okkur niður og fór hann á undan, en ég á eftir. Þegar við komum niður, sá ég að búið var að draga úr hraða skipsins og vélsíminn sýndi „hálfa ferð„. Þar var fyrir Ásmundur skip- stjóri og hann og stýrimaðurinn ræddu um það sín á milli, hvort þetta væri kafbáta- eða flugvélar- árás, en ekkert sást fyrir myrkri. I sama mund og ég lagði höndina á stýrið, varð mér litið á vélsímann og sá ég þá að búið var að hringja á ,,stop“. Við höfðum numið staðar. Um leið heyrðist gífurlegur hávaði og ég fann að ég varð fyrir skoti í handlegg, herðablað og í síðuna. Skipstjórinn hefur einnig orðið var við þetta og kom til mín og ég sagði honum að ég væri særður. Fór ég nú úr brúnni, og dróst með veikum burðum aftur í klefa, sem var fyrir aftan skorsteininn á vélarreis- inni, en þar bjó ég ásamt Guðjóni Jónssyni, sem var II. stýri- maður á skipinu. Var Guðjón þar fyrir í klefanum, ásamt Runólfi Sigurðssyni, skrifstofustjóra, en Runólfur var farþegi með skipinu þessa ferð. Þeim félögum varð í fyrstu hvert við, er ég snaraðist inn úr dyrun- um, en erindi mitt var fyrst og fremst það að fara úr lágum skóm og í sjóstígvél, því mér var það ljóst, að til ýmissra tíðinda gat dregið. Reynt að setja út björgunarbáta. Skömmu eftir að ég kom í klef- ann fór Runólfur út og sá ég hann ekki aftur. Guðjón varð eftir hjá mér. Ég settist á bekkinn og fór að klæða mig í stígvélin. Skipið var undir látlausri skothríð meðan á þessu stóð. Ég var kominn úr skónum, þegar ég varð þess var, að Guðjón hneig niður við fætur mér, gegnumskot- inn að því er virtist og var annað- hvort meðvitundarlaus, eða dáinn. Ég sá nú útum dyrnar, að þrír skipsfélagar mínir voru komnir upp á bátadekkið og voru að leysa stjórnborðslífbátinn til þess að setja hann í sjóinn. Flýtti ég mér nú í stígvélin til þess að geta farið þeim til hjálpar, en í þann mund er ég var tilbúinn til að fara á þilfar, þá varð mér litið út, sá ég þá mér til skelfingar, að þeir lágu allir á grúfu í blóði sínu á bátadekkinu. Virtust þeir allir látnir. Þetta voru þeir Hávarður Jónsson, Þorsteinn Karlsson og Árelíus Guðmundsson. Mér varð samstundis ljóst, að ekki var einasta verið að reyna að sökkva skipinu, með skothríðinni, heldur virtist sem skytturnar úti í myrkrinu væru einnig að reyna að skjóta allt kvikt, mennina, ef til þeirra sást. Hikaði ég því við að fara úr klefanum. Rétt í þessu kom líka kúlnagusa yfir skipið og fóru tvær kúlur gegnum klefann, sitt hvoru megin við mig, en ég slapp ósár frá, nema ég hruflaðist lítillega í andliti og á hvirfli. Um þetta leyti gekk skothríðin látlaust yfir skipið og reykjarstybbu lagði frá eldum, sem kviknað höfðu. Ég hugsaði nú mitt ráð, hvar helst myndi að leita skjóls og það varð úr að ég fikraði mig aftur eftir skipinu og leitaði ég nú skjóls við björgunarfleka, sem var aftast á skipinu, eins og á mörgum skipum í stríðinu. Leitað skjóls í kúlnaregni. Á leiðinni aftur eftir varð ég var við Jón Lárusson, matsvein og skiptumst við á nokkrum orðum. Þegar ég kom að flekanum, var þar fyrir Óskar Vigfússon, kyndari og sagði hann mér að hann væri særð- ur. Var hann samt rólegur og æðrulaus. Nú fyrst sá ég óvinina, kafbátinn þar sem hann moggaði í sjóskorp- unni skammt frá skipinu. Var hanr. aftur út á bakborða. Viðbrögð okkar voru þau, að reyna að halda okkur í skjóli við flekann, vera þeim megin við flek- ann, sem kafbáturinn var ekki. Skothríðin hélt áfram, látlaust og dundi á skipinu bakborðsmegin. Varð það úr, að við fluttum okkur yfir í stjórnborðsbátinn, sem enn hékk í davíðunum. Höfðum við hugsað okkur að reyna að fíra hon- um í sjóinn. Var Óskar við aftari falinn, en ég í miðjum báti á leið frameftir honum, þegar ég sé að Óskar er kominn aftur inn á báta- þilfarið. Dró ég þá ályktun, að kafbáturinn væri nú að koma á stjórnborða. Kastaði ég mér því niður í aftasta rúm bátsins, en um leið og ég skall niður, var aftari falurinn (talía sem hélt bátnum upp að aftan) skotinn sundur, — sagaður sundur af vélbyssuregni og lífbáturinn féll í sjóinn, þ.e. aftur- endi hans en stefnið hékk áfram í fremri davíðunni. Ég féll auðvitað í sjóinn með skutnum, en náði taki á öldu- stokknum og fikraði ég mig nú upp eftir lífbátnum, þar til ég náði í lunninguna á skipinu og ég velti mér um borð í það aftur. Gekk nú skothríðin látlaust yfir skipið stjórnborðsmegin, ofandekks. Nú voru góð ráð dýr. Kafbátur- inn skammt undan á stjórnborða og ég staddur stjórnborðsmegin óvarinn að mestu í kúlnaregninu. Ég hugleiddi nú að leita skjóls. Helst virtist það vera að finna í grútarhúsinu, sem var þarna rétt við og stóð opið, en svo stóð kúlna- regnið gegnum það líka og þá lagð- ist ég niður á þilfarið og þar lá ég uns ég taldi að kafbáturinn hefði flutt sig yfir á bakborða. Fikraði ég mig þá aftureftir og leitaði ég þá aftur skjóls við björgunarflekann aftast á skipinu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.