Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 29

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 29
pallur. Hann var æði djúpur í sjónum. Það kom nú í ljós að ekki var allt með felldu. Hann hafði orðið fyrir skothríð og hallaðist mikið þegar sjórinn náði að fylla tunnurnar, sem láku. Við settumst því allir þrír á hann þar sem hann var hæstur, en ekki var það samt nóg til að rétta hann við. I ílekanum var matarkassi og vatnstankur. Matarkassinn var sundurskotinn, svo vistir voru af skornum skammti og við höfðum ekkert til að leita skjóls í, nema teppið, sem ég hafði gripið í þann mund er skipið sökk undan okkur og segldúkbleðill, sem verið hafði á ílekanum. Ég var særður og undarlegur doði var í líkamanum, en ég sinnti því ekki. Annað var með Sigurð, hann var mikið særður á hægra fæti. Ég tók því lestarborð, sem þarna var og lagði það yfir opið, sem var á flekanum miðjum og lagði særða fótinn þar upp á og leið honum þá betur. Við fórum strax að svipast um eftir skipaferðum, en sáum ekkert skip. Varð það úr, að við ákváðum að reyna að búa um okkur á flekan- um eins og ungar í hreiðri. Yfir okkur hvelfdist stjörnunótt. Á reki. Beðnir fyrir kveðju. Nóttin leið með þessum hætti. Við kúrðum á flekanum, hálfvegis vakandi og hálfvegis sofandi. I aft- ureldingu reis ég á fætur og fór að skima í allar áttir. En það var ekkert að sjá, nema spýtnabrak, sem fylgdi okkur á rekinu. Hinir voru líka vakandi. Óskar var nú mjög þjáður og fór að hafa orð á því að hann væri svangur og þyrst- ur. Ég bað hann að drekka ekki mikið vatn, því það myndi ekki aðeins sefa þorsta hans, heldur myndi það líka kæla hann. Tók hann dunkinn og bar að vörum sér og drakk. Hann sagði að vatnið væri óskemmt. Síðan lét hann dunkinn á sinn stað. Við Sigurður drukkum ekki af vatninu. Er Óskar hafði drukkið vatnið, hafði hann orð á því að hann væri svangur. Hjálpaði Sigurður honum til þess að opna matarkassann og þar voru þrjár dósir af niðursoðnu kjöti og ein af niðursoðinni mjólk. Kjötið var ónýtt. Matarkassinn var sundur skotinn og sjór hafði komist í kjötið, en mjólkin var óskemmd. Þessi dagur leið, viðburðasnauð- ur og grár. Viðræður okkar í milli voru fremur stopular, en við hugs- uðum þeim mun meira að ég hygg. Þó ræddum við stöðuna öðru hverju, veðrið og útlitið. Vindátt- ina reiknuðum við frá sólinni. Við áttum í rauninni talsverða von um björgun, svo lengi, sem við værum á reki á fjölfarinni siglingaleið. Að áliðnum degi hafði Óskar orð á því að nú myndi að einu draga hjá sér. Hann bað okkur, ef okkur yrði lífs auðið, að skila kveðju til konu sinnar og barna, bað okkur um að segja þeim að hann hefði gert það sem hann gat til þess að komast heim. Þessa bæn, eða ósk bar hann fram rólegur og æðru- laust. Við tókum það auðvitað að okk- ur, en hætt er við að í ritaðri grein, áratugum síðar, þá komist áhrif þessarar stundar naumast til skila. Þessi fáu augnablik munu aldrei líða mér úr minni. Leið nú dagur að kveldi. Skipaferðir við flekann. Snemma um morguninn höfðum við séð bát er við töldum vera línuveiðara. Hann fór langt frá okkur og álitum við að hann gæti naumast séð til okkar vegna þess að við höfðum ekkert til merkjagjafar annað en kústskaft og segldúk. Hann hvarf lika sjónum okkar í fjarska. Nú fór í hönd önnur nótt. Dapurlegt rökkur seig yfir hafið og það byrjaði að kólna. Við tókum því segldúkinn og teppið og breidd- um yfir okkur. Við sátum þétt saman hlið við hlið eins og áður og reyndum að halda á okkur hita. Við reyndum að sofa þannig, en um svefn var naumast að ræða, við aðeins dottuðum, vissi ég oftast af mér. Þó munum við eitthvað hafa blundað. Fyrri part nætur, reis Óskar fél- agi okkar upp, fékk sér að drekka úr kútnum, sem við höfðum hjá okkur, en síðan hné hann útaf, örendur. Yfir ásjónu hans var frið- ur, því nú var hann horfinn burt frá stríði og þjáningum. Við hreyfðum ekkert við félaga okkar, þar sem hann lá á flekanum. Engin orð voru heldur sögð. Við tókum aðeins teppið á ný og kúrð- um saman og nú vorum við aðeins tveir. Við reyndum að sofna aftur og ég held að það hafi tekist, því síðla nætur hrökk ég upp við mótorskelli og reis á fætur. Þarna fór bátur skammt frá okkur, ekki lengra en svo að við sáum hann greinilega í myrkrinu. Við hrópuð- um og kölluðum af öllum lífs og sálarkröftum, en ekkert skeði og báturinn hvarf í myrkrið og hljóðið dó út smám saman uns við vorum einir með þessari voldugu kyrrð er ríkir á opnu hafi. Hin nýja von, sem bundin var því að sjá mótorbátinn, dó jafn- skjótt og hún fæddist. Við breidd- um yfir okkur aftur og nú sofnuð- um við fast og vöknuðum ekki fyrr en bjart var af degi. Sólin tók að skína og verma okkur. Við breiddum nú segldúkinn undir okkur, til þess að verjast að sjórinn slettist í klæði okkar. Við ræddum heilmikið saman þennan dag. Gagnvart miklum ör- lögum stendur maðurinn ávallt dá- lítið hjálparvana og þá grípur hann gjarnan til trúarinnar, sem fylgir honum alla tíð, þrátt fyrir allt. Það kom nú í ljós að viðhorf okkar voru mjög samhljóða. það gat varla verið ætlun Guðs að við dæjum á flekanum, eftir allt sem á undan var gengið. Eftir allt sem við höfðum orðið að reyna og sjá. Þá hefðum við allt eins vel getað orðið SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.