Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 30
samferða hinum, sem fóru niður með skipinu. Við trúðum því, að ætlunin væri að við næðum lifandi úr þessum leik. Þessi umræða á flekanum virðist kannske ekki mjög háleit, eða vel grunduð, en hún gerði okkur samt ótrúlegt gagn. Er við höfðum þann- ig rætt stöðu okkar og vonir hispurslaust og af fullri hreinskilni, þá styrktist trú okkar og við feng- um nýja von. Flugvélar sjást frá flekanum. Dagurinn leið. Ekkert hljóð heyrðist, aðeins þögn. Brauð- mylsnu lak úr sundurskotnum mat- arkassanum og stöku fugl reyndi að veiða molana sér til matar. Annað bar ekki fyrir augu. Dagur leið að kvöldi 12. marz. Þegar nóttin seig á, breiddum við yfir okkur á ný. Þessa nótt sváfum við best, enda var talsvert af okkur dregið. Þetta var þriðja nótt okkar á björgunarflekanum. I birtingu vöknuðum við og byrj- uðum daginn með því að skima allt í kring, en ekkert var að sjá. Við vorum stirðir og lerkaðir eftir nóttina, en dagurinn styrkti okkur með nýrri von. Þá um morguninn sá ég hátt á lofti fuglahóp, sem virtist nokkuð torkennilegur. Hann færðist nær og nú sáum við að þetta voru tvær flugvélar. Lifnaði nú heldur yfir okkur og við byrjuðum að veifa, en þær flugu langt frá okkur og sýndu þess engin merki, að þær hefðu orðið okkar varar. Flugu þær fram og aftur, en hurfu síðan á braut. Þetta olli okkur auðvitað tals- verðum vonbrigðum, að ekki skyldi verða tekið eftir okkur, en þó varla eins miklum en menn gætu haldið. Nú vissum við að flekinn var á reki á skipaleið, því flugvélar svipuðust um eftir kafbátum á skipaleiðum, vegna skipalesta. í miðri skipalest. Það leið nokkur stund uns við sáum flugvélarnar koma aftur í 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ áttina til okkar og við byrjuðum að veifa. Þær flugu nær og nær uns þær voru komnar alveg yfir okkur. Flugu þær síðan á brott. Ekki gáfu flugmennirnir okkur nein merki um að þeir hefðu orðið okkar varir. Við vorum sammála um það, að skipalest myndi vera á leiðinni og það leið ekki á löngu uns skip sáust við hafsbrún, gríðar- stór skipafloti, sem stefndi beint á okkur. Við vorum svolítið dasaðir eftir að hafa reynt að gera vart við okkur, meðan flugvélarnar voru á flugi við flekann. Ekki var nú þrek- ið meira og okkur var mjög kalt. Tókum við þá það til bragðs að breiða yfir okkur teppið, eins og við höfðum gert á nóttunni. Þannig hímdum við á flekanum og biðum skipalestarinnar. En nú var öll þreyta rokin úr kroppnum, því nú hafði hagur okkar sannarlega vænkasf. Skipaflotinn nálgaðist okkur hægt og bítandi og fyrstu skipin sigldu sitt hvoru megin við okkur. Veifuðum við nú og kölluðum sem mest við máttum, en skipin sigldu framhjá og skildum við ekkert í því. Þá sá ég að fremsta skipið heisti signalflagg og sama gerðu þau hvert af öðru um leið og þau runnu framhjá. Drógu þau öll upp sama merkið. Bjargað um borð í tundurspiili. Við vorum brátt komnir inn í miðja skipalestina og þá tókum við eftir því að einn tundurspillirinn, sá sem fór fyrir skipalestinni sneri við og sigldi í átt til okkar og stöðvaði. Lagði hann síðan varlega að flekanum og tveir sjóliðar komu samstundis niður til okkar og bundu flekann við skipssíðuna. Síðan var settur út stigi og okkur var hjálpað um borð. Fyrsti stýri- maður skipsins tók þar við okkur og lét bera fram í skipið, þar sem við vorum afklæddir og þvegnir vel og vandlega. Við komuna á herskipið vorum við strax spurðir um þjóðerni. Virt- ust andlit sjóliðanna ljóma þegar þeir heyrðu að við vorum fslend- ingar og var farið með okkur eins og við værum úr helju heimtir. Þegar búið var að þrífa okkur upp, kom skipslæknirinn á vett- vang, bjó hann um sár okkar og hreinsaði þau. Ennfremur lagði hann á ráðin um mataræði, sem var mestmegnis súpa fyrstu tvo dagana. Skipherrann á tundurspillinum kom í fylgd læknisins og sáum við hann þar í fyrsta sinn. Hann spurði okkur nokkurra spurninga um árás- ina, hvort þetta hefði verið flugvél, eða kafbátur, sem sökkti skipinu og reyndum við að leysa úr spurning- um hans, eftir bestu getu. Bauð hann okkur velkomna um borð í H.M.S. PIMPERNEL. Langir dagar á herskipi. Óskar Vigfússon félagi okkar, var lagður í hina votu gröf að sælögum. Veittu þeir líki hans um- búnað og við athöfn var því sökkt í þá gröf, er svo margan góðan dreng geymir. Skipherrann á tundurspillinum hafði áður verið togaraskipstjóri og þá m.a. á íslandsmiðum. Hann ræddi við okkur á hverjum degi. Hann sagðist langa að koma til íslands, ef hann lifði af þennan hildarleik. Dagarnir um borð liðu og heldur voru þeir tilbreytingasnauðir. Við höfðum talsverðar áhyggjur af ást- vinum og ættingjum okkar, sem von var. Einn morguninn kom skipherr- ann til okkar, það var 16. marz. Hann sagðist hafa sökkt þýskum kafbáti og hefði hann nú hefnt okkar. Þessi sami kafbátur hafði sökkt mörgum öðrum skipum. Kvaðst skipherrann nú ætla að sigla með okkur til íslands, síðan myndi hann halda heimleiðis. Væri það styðsta leið í sjúkrahús með okkur. Við urðum mjög glaðir við, en litlu seinna urðum við þess varir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.