Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 32
Togarinn Vörður frá Patreksfirði fann sundurskotinn bjargflekann af Reykjaborg. Var flekinn þá mannlaus: Flekinn var samskonar og aðrir slíkir á togurunum ís- lensku. Tréfleki, sem smíðaður var utan um 6 stáltunnur, sem héldu honum á floti. Fjöldamörg skotgöt sáust á flekanum og hlutum sem á honum voru og voru talin 18 göt á einni tunnunni. Aðeins tvær tunnur voru heilar. Flekinn var 2x1,5 metri á að stærð og var hálfur í sjó, þegar Vörður kom að honum. — Þessi flekafundur var fyrsta fregnin sem barst til Islands um afdrif Reykjaborgar. einir um að þjást og bíða skipbrot. Það verður að segjast eins og er, að hinir hroðalegu atburðir á Reykja- borginni voru síður en svo gleymd- ir, við vorum allt að því undirlagð- ir af þessum minningum, a.m.k. á stundum. Mér óx ásmegin við að sjá landið á ný og var nú með tárin í augun- um. Hugrenningum mínum get ég líklega ekki lýst með eigin orðurn, en mér komu í hug þessar ljóðlínur, sem segja í rauninni allt, sem segja þarf. „Hér dvelur mín sál, hér dreymir mig allt, sem Drottinn oss, gaf til að muna.“ E.B. Koniið til Reykjavíkur. Nú gengum við til hvílu, því við höfðum fengið að sjá það sem við þráðum mest. Einhver óskiljanleg eftirvænting, blönduð kvíða fór um sál okkar og hjarta. Við höfðumst við niðri í klefanum uns skipið kom að Vestmannaeyjum. Þá fórum við upp, íslendingarnir, og stóðum á þilfari, meðan siglt var hjá. Skyggni var ekki sem best, nokk- ur súld og fremur kalt. Við hvíldum okkur síðan í koj- unum þar til skipið var komið fyrir Reykjanes og fyrir Garðskaga. Þar sáum við brátt til skipa, ljóskastara frá togurum og síðan borgina. Var siglt sem leið lá inn á ytri höfnina í Reykjavík og lagstþar fyrir akkeri klukkan 3-4 um nóttina þann 23. apríl. Við reyndum að fara í koju eftir að skipið var lagst fyrir akkeri, en ekki varð okkur svefnsamt. Til þess vorum við of spenntir, endurfundir við ástvini voru á næsta leyti og sorgir liðinna daga féllu þétt að síðum við heimkomuna. Klukkan sjö um morguninn kom hafnsögu- maðurinn um borð og skipið lagð- ist að bryggju í Reykjavík. Um leið og skipið hafði lagst að bryggjunni kom Kristján Schram til þess að taka á móti okkur og er á land kom var þar fyrir Kristján Skagfjörð, framkvæmdastjóri Mjölnis hf. og tók hann okkur opnum örmum. Kristján Skagfjörð var einstakur maður og ég á ekki orð til þess að lýsa honum til hlítar, en vil þó segja að í brjósti hans sló stórt hjarta og hann átti í fórum sínum íslenskan drengskap, eins og ég þekki hann bestan. Leiðir skilja. Við stóðum á bryggjunni við Sigurður, hlið við hlið. Nú áttu leiðir okkar að skilja. Tveir bílar biðu á bryggjunni, til þess að flytja okkur heim. Við sögðum ekkert. Litum að- eins hver á annan, tókumst svo í hendur. Eflaust höfum við fundið það báðir, að við höfðum tengst þannig böndum, að ekki myndu árin þau sundur fá slitið. Mér varð hugsað til hugrenninga okkar á flekanum, þegar við ræddum opin- skátt um tilgang lífsins og vilja Guðs. Það kom nú heim og saman. Og bifreiðin rann af stað og flutti mig heim og áður en varði var ég kominn heim — heim — til konu og barna. „Þótt allir knerrir berist fram á bárum til brots við eina og sömu klettaströnd, ein minningfylgir mérfráyngstu árum, þar er sem bliki á höfn, við friðuð lönd. Eg man, ein bœn, var lesin lágt í tárum við Ijds, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. “ Eftir frásögn Eyjólfs Jónssonar. 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.